Rætt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússum 17. mars 2014 08:04 Íbúar á Krímskaga sem vilja ganga Rússum á hönd fagna niðurstöðunni. Vísir/AFP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu. Þeir íbúar Krímskaga sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni voru vægast sagt á einu máli. Níutíu og sex, komma sjö prósent þeirra kusu með tillögunni sem gerir ráð fyrir Krímskagi segi sig frá Úkraínu og verði hluti af ríkjasambandi Rússlands. Mikhail Malyshev yfirmaður kjörstjórnar á Krímskaga kynnti þessar niðurstöður á blaðamannafundi nú í morgun. Kjörsókn er sögð hafa verið áttatíu og þrjú prósent og um tólfhundruðþúsund manns tóku þátt í henni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Vladimír Pútín, hinn rússneski kollegi hans, ræddu málið í gegnum síma í gær. Í máli Obama kom skýrt fram að Bandaríkjamenn telji kosninguna ólöglega og að hún verði aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þá bætti forsetinn við að frekari viðskiptaþvinganir á Rússa komi vel til greina. Til umræðu hjá Utanrsíkisráðherrum ESB verður meðal annars að ógilda vegabréf og frysta eignir háttsettra rússneskra embættismanna. ESB hefur þegar lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg, en rússneskar hersveitir tóku öll völd á skaganum í síðasta mánuði. Rússar hafa hinsvegar lýst því yfir að þeir viðurkenni úrslitin og að næstu skref séu að að samþykkja Krímskaga inn í Rússneska ríkjasambandið en málið verður rætt í Rússnesku dúmunni á föstudaginn kemur. Úkraína Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu. Þeir íbúar Krímskaga sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni voru vægast sagt á einu máli. Níutíu og sex, komma sjö prósent þeirra kusu með tillögunni sem gerir ráð fyrir Krímskagi segi sig frá Úkraínu og verði hluti af ríkjasambandi Rússlands. Mikhail Malyshev yfirmaður kjörstjórnar á Krímskaga kynnti þessar niðurstöður á blaðamannafundi nú í morgun. Kjörsókn er sögð hafa verið áttatíu og þrjú prósent og um tólfhundruðþúsund manns tóku þátt í henni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Vladimír Pútín, hinn rússneski kollegi hans, ræddu málið í gegnum síma í gær. Í máli Obama kom skýrt fram að Bandaríkjamenn telji kosninguna ólöglega og að hún verði aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þá bætti forsetinn við að frekari viðskiptaþvinganir á Rússa komi vel til greina. Til umræðu hjá Utanrsíkisráðherrum ESB verður meðal annars að ógilda vegabréf og frysta eignir háttsettra rússneskra embættismanna. ESB hefur þegar lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg, en rússneskar hersveitir tóku öll völd á skaganum í síðasta mánuði. Rússar hafa hinsvegar lýst því yfir að þeir viðurkenni úrslitin og að næstu skref séu að að samþykkja Krímskaga inn í Rússneska ríkjasambandið en málið verður rætt í Rússnesku dúmunni á föstudaginn kemur.
Úkraína Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira