Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 19:30 Bandaríkjamaðurinn Johnny „Bigg Rigg“ Hendricks er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC-sambandsins í blönduðum bardagalistum (MMA) eftir sigur á RobbieLawler í titilbardaga aðfaranótt sunnudags. Kanadamaðurinn Georges St-Pierre drottnaði yfir veltivigtinni í sex ár og var ósnertanlegur en hann sagði skilið við íþróttina í desember á síðasta ári og ákvað DanaWhite, forseti UFC, að Hendricks og Lawler myndu berjast um beltið. Bardagi þeirra var algjörlega magnaður en þeir skiptust á höggum í fimm lotur. Hendricks var mun betri í fyrstu tveimur lotunum en Lawler kom sterkur til baka í næstu tveimur og réðust úrslitin ekki fyrr en í þeirri síðustu. Þar var Hendricks sterkari en hann sýndi mikla yfirvegun, valdi höggin vel og náði svo fellu undir lok bardagans sem gerði útslagið. Hendricks fagnaði vægast sagt vel þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu komist að einróma niðurstöðu um sigur hans. Hann er nú búinn að vinna 16 bardaga (og tapa 2) í UFC, þar af tólf í röð. Sigur hans ætti að hjálpa okkar manni, GunnariNelson, upp metorðalistann og vonandi fá titilbardaga gegn Hendricks áður en langt um líður. Nema auðvitað einhver annar hirði af honum beltið áður. Þennan magnaða bardaga má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Johnny „Bigg Rigg“ Hendricks er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC-sambandsins í blönduðum bardagalistum (MMA) eftir sigur á RobbieLawler í titilbardaga aðfaranótt sunnudags. Kanadamaðurinn Georges St-Pierre drottnaði yfir veltivigtinni í sex ár og var ósnertanlegur en hann sagði skilið við íþróttina í desember á síðasta ári og ákvað DanaWhite, forseti UFC, að Hendricks og Lawler myndu berjast um beltið. Bardagi þeirra var algjörlega magnaður en þeir skiptust á höggum í fimm lotur. Hendricks var mun betri í fyrstu tveimur lotunum en Lawler kom sterkur til baka í næstu tveimur og réðust úrslitin ekki fyrr en í þeirri síðustu. Þar var Hendricks sterkari en hann sýndi mikla yfirvegun, valdi höggin vel og náði svo fellu undir lok bardagans sem gerði útslagið. Hendricks fagnaði vægast sagt vel þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu komist að einróma niðurstöðu um sigur hans. Hann er nú búinn að vinna 16 bardaga (og tapa 2) í UFC, þar af tólf í röð. Sigur hans ætti að hjálpa okkar manni, GunnariNelson, upp metorðalistann og vonandi fá titilbardaga gegn Hendricks áður en langt um líður. Nema auðvitað einhver annar hirði af honum beltið áður. Þennan magnaða bardaga má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira