Einar Árni fer ekki frá Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2014 09:45 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Getty Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, er á sínu síðasta tímabili með liðið en hann er ekki á leiðinni úr Njarðvík þrátt fyrir að hætta með meistaraflokkinn. Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að Njarðvíkingar ætla að halda sínum manni. Einar Árni hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka félagsins til næstu fimm ára en þetta er annar fimm ára samningur hans í röð. Einar Árni samdi við fimm ára árið 2009 þegar hann snéri heim til Njarðvíkur eftir tveggja ára dvöl hjá Blikum. „Mér líður ofboðslega vel í Njarðvík og staðreyndin er sú að þegar ég kom til baka 2009 þá var það hugsað á þeim nótum að einbeita sér að yngri flokkunum. Það ferli tók óvænta beygju í janúar 2011 þegar við Friðrik Pétur tókum við meistaraflokki karla, og ég hef verið með liðið núna í þrjú og hálft ár af þessum fimm árum sem ég hef verið yfirþjálfari. Með þessu skrefi gefst einfaldlega meiri tími til að sinna mikilvægum verkefnum í barna- og unglingastarfinu enda meistaraflokksþjálfun mjög tímafrek samhliða. Unglingaráð sýndi bæði mér og stjórn KKD UMFN mikinn skilning þegar ég tók aftur við meistaraflokknum og það traust kunni ég vel að meta, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með öflugu fólki í Unglingaráði sem og góðum hópi þjálfara og foreldra í starfinu," sagði Einar Árni í fréttinni á heimasíðu Njarðvíkur en hana má finna alla hér. Einar Árni segir þar hafa fengið fyrirspurnir frá öðrum félögum en að hann hafi fyrst viljað tala við Njarðvíkinga. „Ég hef verið að þjálfa yngri flokka í UMFN svo til allan minn feril og þar sem ég kann rosalega vel við mig í kennslu við Njarðvíkurskóla og bý hér með minni fjölskyldu þá mælir ansi margt með því að halda áfram að vinna í grasrótinni hjá uppeldisfélaginu sem manni þykir mjög vænt um," sagði Einar Árni. Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, er á sínu síðasta tímabili með liðið en hann er ekki á leiðinni úr Njarðvík þrátt fyrir að hætta með meistaraflokkinn. Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að Njarðvíkingar ætla að halda sínum manni. Einar Árni hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka félagsins til næstu fimm ára en þetta er annar fimm ára samningur hans í röð. Einar Árni samdi við fimm ára árið 2009 þegar hann snéri heim til Njarðvíkur eftir tveggja ára dvöl hjá Blikum. „Mér líður ofboðslega vel í Njarðvík og staðreyndin er sú að þegar ég kom til baka 2009 þá var það hugsað á þeim nótum að einbeita sér að yngri flokkunum. Það ferli tók óvænta beygju í janúar 2011 þegar við Friðrik Pétur tókum við meistaraflokki karla, og ég hef verið með liðið núna í þrjú og hálft ár af þessum fimm árum sem ég hef verið yfirþjálfari. Með þessu skrefi gefst einfaldlega meiri tími til að sinna mikilvægum verkefnum í barna- og unglingastarfinu enda meistaraflokksþjálfun mjög tímafrek samhliða. Unglingaráð sýndi bæði mér og stjórn KKD UMFN mikinn skilning þegar ég tók aftur við meistaraflokknum og það traust kunni ég vel að meta, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með öflugu fólki í Unglingaráði sem og góðum hópi þjálfara og foreldra í starfinu," sagði Einar Árni í fréttinni á heimasíðu Njarðvíkur en hana má finna alla hér. Einar Árni segir þar hafa fengið fyrirspurnir frá öðrum félögum en að hann hafi fyrst viljað tala við Njarðvíkinga. „Ég hef verið að þjálfa yngri flokka í UMFN svo til allan minn feril og þar sem ég kann rosalega vel við mig í kennslu við Njarðvíkurskóla og bý hér með minni fjölskyldu þá mælir ansi margt með því að halda áfram að vinna í grasrótinni hjá uppeldisfélaginu sem manni þykir mjög vænt um," sagði Einar Árni.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira