Krím mun tilheyra Rússlandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. mars 2014 11:42 Að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. vísir/afp Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland. Þetta var gert í rússneska þinginu fyrir skömmu og að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. Pútín ávarpaði þingið fyrir skömmu, en á sunnudag samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland. Þingmennirnir klöppuðu ítrekað fyrir Pútín á milli þess sem hann talaði úr pontu. Í kjölfarið kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega. Pútín sakaði Vesturveldin um tvískinnung vegna inngrips í Kósóvó árið 1999 en að á sama tíma væru aðgerðir Rússa á Krímskaga fordæmdar. Hann segir rússneska hermenn hafa verið löglega á Krímskaga fyrir kosningarnar og að herafli þeirra hafi verið aukinn, en þó aðeins upp að leyfilegu hámarki sem eru 25 þúsund hermenn.Pútín var harðorður í garð hinnar nýju ríkisstjórnar Úkraínu.vísir/afpÞá gagnrýndi Pútín stjórnarskiptin í Úkraínu harðlega, þegar fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkovítsj, var steypt af stóli. Pútín sagði lykilmenn uppreisnarinnar vera „Rússafælna gyðingahatara“ og segir öfgamenn nú ráða ríkjum í Kænugarði. Hann fordæmdi inngöngu Krím í Úkraínu, sem átti sér stað árið 1954 á tímum Sovétríkjanna, og sagði hann ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega og tekna á bak við tjöldin. Vilji íbúa á Krímskaga væri skýr, þeir vilji vera hluti af Rússlandi. „Rússland og Úkraína eru ein þjóð,“ sagði Pútín og talaði hann um að Kænugarður væri móðir rússneskra borga. „Við getum ekki án hvor annars verið,“ bætti hann við og lofaði því að Rússland myndi ávallt gæta hagsmuna Rússa í Úkraínu. Pútín gaf í skyn að rússneski herinn myndi ekki aðhafast frekar í Úkraínu en hann sagði ringulreið ríkja í landinu og að öfgamenn væru við stjórn. Þá sagðist hann vera Vesturveldunum reiður og að sér fyndist Rússlandi hafa verið stillt upp við vegg. Úkraína Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland. Þetta var gert í rússneska þinginu fyrir skömmu og að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. Pútín ávarpaði þingið fyrir skömmu, en á sunnudag samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland. Þingmennirnir klöppuðu ítrekað fyrir Pútín á milli þess sem hann talaði úr pontu. Í kjölfarið kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega. Pútín sakaði Vesturveldin um tvískinnung vegna inngrips í Kósóvó árið 1999 en að á sama tíma væru aðgerðir Rússa á Krímskaga fordæmdar. Hann segir rússneska hermenn hafa verið löglega á Krímskaga fyrir kosningarnar og að herafli þeirra hafi verið aukinn, en þó aðeins upp að leyfilegu hámarki sem eru 25 þúsund hermenn.Pútín var harðorður í garð hinnar nýju ríkisstjórnar Úkraínu.vísir/afpÞá gagnrýndi Pútín stjórnarskiptin í Úkraínu harðlega, þegar fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkovítsj, var steypt af stóli. Pútín sagði lykilmenn uppreisnarinnar vera „Rússafælna gyðingahatara“ og segir öfgamenn nú ráða ríkjum í Kænugarði. Hann fordæmdi inngöngu Krím í Úkraínu, sem átti sér stað árið 1954 á tímum Sovétríkjanna, og sagði hann ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega og tekna á bak við tjöldin. Vilji íbúa á Krímskaga væri skýr, þeir vilji vera hluti af Rússlandi. „Rússland og Úkraína eru ein þjóð,“ sagði Pútín og talaði hann um að Kænugarður væri móðir rússneskra borga. „Við getum ekki án hvor annars verið,“ bætti hann við og lofaði því að Rússland myndi ávallt gæta hagsmuna Rússa í Úkraínu. Pútín gaf í skyn að rússneski herinn myndi ekki aðhafast frekar í Úkraínu en hann sagði ringulreið ríkja í landinu og að öfgamenn væru við stjórn. Þá sagðist hann vera Vesturveldunum reiður og að sér fyndist Rússlandi hafa verið stillt upp við vegg.
Úkraína Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira