Krím mun tilheyra Rússlandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. mars 2014 11:42 Að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. vísir/afp Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland. Þetta var gert í rússneska þinginu fyrir skömmu og að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. Pútín ávarpaði þingið fyrir skömmu, en á sunnudag samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland. Þingmennirnir klöppuðu ítrekað fyrir Pútín á milli þess sem hann talaði úr pontu. Í kjölfarið kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega. Pútín sakaði Vesturveldin um tvískinnung vegna inngrips í Kósóvó árið 1999 en að á sama tíma væru aðgerðir Rússa á Krímskaga fordæmdar. Hann segir rússneska hermenn hafa verið löglega á Krímskaga fyrir kosningarnar og að herafli þeirra hafi verið aukinn, en þó aðeins upp að leyfilegu hámarki sem eru 25 þúsund hermenn.Pútín var harðorður í garð hinnar nýju ríkisstjórnar Úkraínu.vísir/afpÞá gagnrýndi Pútín stjórnarskiptin í Úkraínu harðlega, þegar fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkovítsj, var steypt af stóli. Pútín sagði lykilmenn uppreisnarinnar vera „Rússafælna gyðingahatara“ og segir öfgamenn nú ráða ríkjum í Kænugarði. Hann fordæmdi inngöngu Krím í Úkraínu, sem átti sér stað árið 1954 á tímum Sovétríkjanna, og sagði hann ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega og tekna á bak við tjöldin. Vilji íbúa á Krímskaga væri skýr, þeir vilji vera hluti af Rússlandi. „Rússland og Úkraína eru ein þjóð,“ sagði Pútín og talaði hann um að Kænugarður væri móðir rússneskra borga. „Við getum ekki án hvor annars verið,“ bætti hann við og lofaði því að Rússland myndi ávallt gæta hagsmuna Rússa í Úkraínu. Pútín gaf í skyn að rússneski herinn myndi ekki aðhafast frekar í Úkraínu en hann sagði ringulreið ríkja í landinu og að öfgamenn væru við stjórn. Þá sagðist hann vera Vesturveldunum reiður og að sér fyndist Rússlandi hafa verið stillt upp við vegg. Úkraína Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland. Þetta var gert í rússneska þinginu fyrir skömmu og að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. Pútín ávarpaði þingið fyrir skömmu, en á sunnudag samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland. Þingmennirnir klöppuðu ítrekað fyrir Pútín á milli þess sem hann talaði úr pontu. Í kjölfarið kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega. Pútín sakaði Vesturveldin um tvískinnung vegna inngrips í Kósóvó árið 1999 en að á sama tíma væru aðgerðir Rússa á Krímskaga fordæmdar. Hann segir rússneska hermenn hafa verið löglega á Krímskaga fyrir kosningarnar og að herafli þeirra hafi verið aukinn, en þó aðeins upp að leyfilegu hámarki sem eru 25 þúsund hermenn.Pútín var harðorður í garð hinnar nýju ríkisstjórnar Úkraínu.vísir/afpÞá gagnrýndi Pútín stjórnarskiptin í Úkraínu harðlega, þegar fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkovítsj, var steypt af stóli. Pútín sagði lykilmenn uppreisnarinnar vera „Rússafælna gyðingahatara“ og segir öfgamenn nú ráða ríkjum í Kænugarði. Hann fordæmdi inngöngu Krím í Úkraínu, sem átti sér stað árið 1954 á tímum Sovétríkjanna, og sagði hann ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega og tekna á bak við tjöldin. Vilji íbúa á Krímskaga væri skýr, þeir vilji vera hluti af Rússlandi. „Rússland og Úkraína eru ein þjóð,“ sagði Pútín og talaði hann um að Kænugarður væri móðir rússneskra borga. „Við getum ekki án hvor annars verið,“ bætti hann við og lofaði því að Rússland myndi ávallt gæta hagsmuna Rússa í Úkraínu. Pútín gaf í skyn að rússneski herinn myndi ekki aðhafast frekar í Úkraínu en hann sagði ringulreið ríkja í landinu og að öfgamenn væru við stjórn. Þá sagðist hann vera Vesturveldunum reiður og að sér fyndist Rússlandi hafa verið stillt upp við vegg.
Úkraína Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira