Fótbolti

Dortmund áfram þrátt fyrir tap | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dortmund tapaði fyrir Zenit St. Pétursborg á heimavelli í kvöld, 2-1, en komst engu að síður áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Þeir þýsku voru með 4-2 forystu eftir fyrri leik liðanna sem fór fram í Rússlandi og staða liðsins því góð.

Hulk kom þó Zenit yfir með glæsilegu marki í fyrri hálfleik en Sebastian Kehl náði að jafna metin fyrir heimamenn með skalla skömmu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af.

Jese Rondon kom Zenit yfir með skallamarki af stuttu færi á 73. mínútu en Zenit hefði þá þurft tvö mörk til viðbótar til að komast áfram. Þau mörk komu ekki og þeir þýsku fögnuðu því vel og innilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×