Bolur Gunnars sendur víða um heim Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. mars 2014 23:30 Vísir/Getty Bolurinn sem Gunnar Nelson klæddist er hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov hefur verið sendur víða um heim. Gunnar er orðið þekkt nafn í UFC og á aðdáendur víða. Bolurinn var hannaður af Finnboga Þór Erlendssyni í samstarfi við Mjölni. Framan á bolnum er galdrastafurinn Veldismagn en sá stafur hefur fylgt Gunnari í síðustu tveimur bardögum og einnig verið á sérsökum stuðningmannabol Gunnars. Táknið er því orðið nokkurs konar einkennistákn fyrir kappann og komin hefð fyrir því að nota stafinn á boli Gunnars. Þess má geta að hönnuðurinn, Sigurður Eggertsson, útfærði stafinn fyrstur fyrir Gunnar fyrir fyrsta UFC bardaga Gunnars. „Galdrastafinn má finna í Galdraskræðu Skugga sem hefur að geyma marga skemmtilega galdrastafi. Þar er galdrinum lýst svona: Galdrastafinn skal rista á surtarbrand og bera blóð í skurðinn, og láta liggja milli brjósta þinna og mun þig ekki illt saka og heill og ósjúkur aftur heim koma hvort sem þú ferðast á sjó eða landi,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Mjölnismenn hafa lengi notað gömul íslensk og norræn tákn, galdrastafi og rúnir á boli og í merki hjá sér. Sem dæmi ber bardagakappinn Árni Ísaksson ávalt Ægisskjöldinn á bol sínum. Ægisskjöldurinn er íslenskur galdrastafur úr Galdraskræðu Skugga. Umhverfis galdrastafinn Veldismagn er síðan nafnið hans Gunnars skrifað í miðaldarúnum sem voru notaðar á Norðurlöndunum frá árinu 1000. Á vinstri hlið bolsins er svo galdrastafurinn Gapaldur sem stendur fyrir heppni í bardaga. Bolurinn hefur verið mjög vinsæll og hefur Óðinsbúð sent yfir 100 eintök út í heim. „Gunnar Nelson er orðið stórt nafn í bardagaheiminum og eðlilega vilja aðdáendur hans eiga bol merktan honum. Við höfum því verið að fá pantanir frá Norðurlöndunum, Frakklandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum“ segir Jón Viðar.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20 Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira
Bolurinn sem Gunnar Nelson klæddist er hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov hefur verið sendur víða um heim. Gunnar er orðið þekkt nafn í UFC og á aðdáendur víða. Bolurinn var hannaður af Finnboga Þór Erlendssyni í samstarfi við Mjölni. Framan á bolnum er galdrastafurinn Veldismagn en sá stafur hefur fylgt Gunnari í síðustu tveimur bardögum og einnig verið á sérsökum stuðningmannabol Gunnars. Táknið er því orðið nokkurs konar einkennistákn fyrir kappann og komin hefð fyrir því að nota stafinn á boli Gunnars. Þess má geta að hönnuðurinn, Sigurður Eggertsson, útfærði stafinn fyrstur fyrir Gunnar fyrir fyrsta UFC bardaga Gunnars. „Galdrastafinn má finna í Galdraskræðu Skugga sem hefur að geyma marga skemmtilega galdrastafi. Þar er galdrinum lýst svona: Galdrastafinn skal rista á surtarbrand og bera blóð í skurðinn, og láta liggja milli brjósta þinna og mun þig ekki illt saka og heill og ósjúkur aftur heim koma hvort sem þú ferðast á sjó eða landi,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Mjölnismenn hafa lengi notað gömul íslensk og norræn tákn, galdrastafi og rúnir á boli og í merki hjá sér. Sem dæmi ber bardagakappinn Árni Ísaksson ávalt Ægisskjöldinn á bol sínum. Ægisskjöldurinn er íslenskur galdrastafur úr Galdraskræðu Skugga. Umhverfis galdrastafinn Veldismagn er síðan nafnið hans Gunnars skrifað í miðaldarúnum sem voru notaðar á Norðurlöndunum frá árinu 1000. Á vinstri hlið bolsins er svo galdrastafurinn Gapaldur sem stendur fyrir heppni í bardaga. Bolurinn hefur verið mjög vinsæll og hefur Óðinsbúð sent yfir 100 eintök út í heim. „Gunnar Nelson er orðið stórt nafn í bardagaheiminum og eðlilega vilja aðdáendur hans eiga bol merktan honum. Við höfum því verið að fá pantanir frá Norðurlöndunum, Frakklandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum“ segir Jón Viðar.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20 Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira
Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20
Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30
Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30
Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33