Í heildina var árangur aðeins undir þeim markmiðum sem ég hafði sett mér,“ sagði Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, um frammistöðu íslenska hópsins á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.
„Stelpurnar náðu þó að klára allar greinar sem þær tóku þátt í og það er langt síðan það hefur gerst á ÓL. Okkar fólk skortir samt meiri reynslu í keppni í erfiðum aðstæðum, en aðstæður voru erfiðar bæði hjá körlum og konum í svigi og stórsvigi,“ sagði Fjalar.
„Þessir krakkar hafa mikið sjálfstraust, þau langaði mikið til að sjá hvar þau standa og þau börðust fyrir því að skila sér í mark í stað þess að fara út úr brautinni við minnstu mistök. Til þess að ná þeim markmiðum sem keppendur settu sér þarf að taka áhættu og það er ekki hægt að skíða niður bara til að klára. Það var ekki sérstaklega lagt upp með að bara klára. Við erum með mjög ungt landslið þessa stundina og allir á sínum fyrstu leikum. Ég sé fyrir mér að hluti af þessum hópi verði á næstu leikum, þá fjórum árum eldri og reynslunni ríkari,“ sagði Fjalar að lokum.
Hér fyrir neðan má sjá hlutfall íslenska alpagreinafólksins sem komst í mark í sínum greinum á síðustu fimm Vetrarólympíuleikum
![](https://www.visir.is/i/93D3EBFB74E92B56A424A6504A9FA1624E65C07F70A4E2E35AE1EBD6043DAD30_713x0.jpg)
Íslenska skíðafólkið skilaði sér í mark í Sotsjí
8 prósent
1 af 12
ÓL í Naganó 1998
42 prósent
5 af 12
ÓL í Salt Lake City 2002
67 prósent
8 af 12
ÓL í Torinó 2006
29 prósent
2 af 7
ÓL í Vancouver 2010
90 prósent
8 af 9
ÓL í Sotsjí 2014
Árangur íslensku keppendanna í Sotsjí:
29. sæti í risasvigi - Helga María Vilhjálmsdóttir
34. sæti í svigi - Helga María Vilhjálmsdóttir
36. sæti í svigi - Erla Ásgeirsdóttir
36. sæti í svigi - Brynjar Jökull Guðmundsson
46. sæti í stórsvigi - Helga María Vilhjálmsdóttir
54. sæti í stórsvigi - Erla Ásgeirsdóttir
54. sæti í stórsvigi - Einar Kristinn Kristgeirsson
59. sæti í stórsvigi - Brynjar Jökull Guðmundsson
Úr leik í svigi - Einar Kristinn Kristgeirsson