Sigursælasti keppandi Vetrarólympíuleikanna frá upphafi, Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen, ætlar ekki að henda skíðunum upp í hillu þó svo hann sé orðinn fertugur.
Flestir bjuggust við því að hann myndi hætta eftir að hafa náð sögulegum árangri í Sotsjí.
"Þetta hefði verið kjörið tækifæri til þess að hætta. Löngunin til þess að halda áfram er aftur á móti of sterk," sagði Björndalen en hann ætlar að taka þátt í skíðaskotfimi í tvö ár í viðbót.
Síðasta mót Björndalen verður á heimavelli árið 2016. Þá fer HM fram í Holmenkollen.
