Bardagakapparnir voru pollrólegir þegar þeir stilltu sér upp fyrir ljósmyndarana. Hnefar voru á lofti eins og venjan er en annars fór allt sómasamlega fram.
Gunnar tók svo létta æfingu þar sem hann lék á alls oddi og reyndi meðal annars að standa á höndum. Stríðsmaðurinn léttur í lund þrátt fyrir að stærsti bardagi ferilsins sé handan við hornið.
Bardagi Gunnars Nelson og Omari Akhmedov fer fram á laugardagskvöldið og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og allir bardagar Gunnars næstu þrjú árin.
Hér að neðan má sjá magnaðar myndir frá opnu æfingunni í kvöld og ljóst að stressið er ekki að fara með okkar mann.






