Sænska Aftonbladet sló því upp að norski skíðagöngumaðurinn Petter Northug, ein af stærstu íþróttastjörnum Norðmanna, hafi tapað stórum upphæðum í póker á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi.
Þetta hefur verið miklir vonbrigða-leikar fyrir Petter Northug. Hann vann fern verðlaun (tvö gull, silfur og brons) á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en hefur ekki komist á pall á þessum leikum.
Northug endaði bara í 17. sæti í 15 km skiptigöngu og komst ekki í úrslitin í sprettgöngunni. Það hefur síðan gengið mjög illa hjá norsku boðsveitunum.
Ekki hefur gengið betur hjá kappanum í póker bak við tjöldin í Sotsjí samkvæmt sænska blaðinu en hann á að hafa tapað 127 þúsund norskum krónum eða um 2,4 milljónum íslenskra króna. 246 manns eiga að hafa grætt pening á móti Northug.
Eirik Myhr Nossum, þjálfari norska skíðagöngulandsliðsins, segist ekkert vita um málið en viðurkenndi þó að póker væri hluti af lífstíl Northug.
Petter Northug á reyndar eftir eina af sínum bestu greinum en hann er ríkjandi Ólympíumeistari í 50 km göngu sem fer fram á sunnudaginn.
Búinn að tapa 2,4 milljónum í póker á ÓL

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti
