Helga María Vilhjálmsdóttir er í 43. sæti og Erla Ásgeirsdóttir í 45. sæti eftir fyrri ferðina í svigi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.
Brautin var erfið viðureignar en alls féllu 27 keppendur úr leik. Sextíu og ein stúlka af 88 komust niður brekkuna og fara aftur niður í seinni ferðinni á eftir.
Helgía María kom í mark á tímanum 1:02,69 mínútum en Erla, sem átti í aðeins meiri vandræðum með Helga, kláraði barutina á 1:03,55 mínútum.
Hin 18 ára gamla Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum er í forystu eftir fyrri ferðina en hún kom í mark á 52,62 sekúndum. Þjóðverjinn Mariu Hoefl-Riesch varð önnur á 53,11 sekúndum og Tina Maze frá Slóveníu náði þriðja besta tímanum, 53,29 sekúndur.
Seinni ferðin hefst klukkan 16.10 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.
Úrslitin eftir fyrri ferð.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144457.831Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144408.023Z-keflavik.png)