Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 15:01 Húsið Ingólfur og Brynhildur Pétursdóttir, þinkona Bjartrar framtíðar Mynd/Björn Ingi Bjarnason/Pjetur Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, bíður enn svara frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við fyrirspurn sem hún lagði fram fyrir mánuði síðan, þann 22. janúar. Fyrirspurn Brynhildar er í níu liðum og spurði hún ráðherra um stefnumótun ráðuneytis hans hvað varðar húsafriðunarverkefni og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða. Vísir sagði í dag frá styrkveitingu forsætisráðuneytisins til handa flutningi hússins Ingólfs á Selfossi en enginn formleg umsókn um slíkan styrk var lögð fram af hálfu sveitarfélagsins – „enda umrætt hús í einkaeigu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Brynhildur langeyg eftir svörum ráðherra sem hún hafi núna beðið eftir í mánuð. Samkvæmt þingkonunni þurfa svör við fyrirspurnum sem þessum að liggja fyrir eigi síður en 15 dögum eftir að spurningarnar hafa verið bornar upp og býst hún við svörum á næstu dögum. „Ég tel þessa stefnubreytingu, þar sem ráðherra útdeilir styrkjum eftir eigin hentisemi, afturhvarf til fortíðar, segir Brynhildur. Hún bætir við að þróunin í styrkveitingum hafi á undanförnum árum verið í átt að auknum faglegum forsendum þar sem umsóknirnar eru vegnar og metnar út frá fræðilegum sjónarmiðum. Hvernig staðið var að fjárveitingum í tilviki Ingólfs sé því til marks um uggvænlega þróun. „Við höfum úr takmörkuðu fé að ráða og nauðsynlegt er að um útdeilingu þess ríki jafnræði. Það að stjórnmálamenn og forsætisráðherra geti úthlutað fé úr sjóðum ríkisins eftir eigin geðþótta er grafalvarlegt,“ segir Brynhildur. Hin ósvaraða fyrirspurn þingkonunnar til ráðherra er sem hér segir: 1. Hver er stefnumótun ráðuneytisins hvað varðar húsfriðunarverkefni, verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifar og málefni græna hagkerfisins? 2. Hvaða verkefni af fyrrgreindum toga hefur ráðuneytið þegar styrkt á kjörtímabilinu? Hver er fjárhæð hvers styrks og hvað er áætlað að styrkja hvert verkefni um háa fjárhæð alls fram að verklokum? 3. Hvaða skriflegu verklagsreglur eru í gildi í ráðuneytinu um úthlutun styrkja til sérhvers fyrrgreinds málaflokks? 4. Hefur ákvörðun um þau verkefni sem þegar hafa hlotið styrk í öllum tilfellum byggst á skriflegum umsóknum frá styrkþegum? Hafa styrkir verið auglýstir og þá hvar? Hvernig eru jafnræðisreglur tryggðar? 5. Hvernig fer faglegt mat á verkefnum fram innan ráðuneytisins? Hvaða kröfur eru gerðar til verkefna, umsækjenda og þeirra sem vinna verkin? Hvaða sérfræðingar meta þær umsóknir sem ráðuneytið fær? Hver er faglegur bakgrunnur þeirra? 6. Hvernig skarast styrkveitingar ráðuneytisins við verkefni húsafriðunarnefndar og Minjastofnunar Íslands og hvernig er samstarfi við þá aðila háttað? 7. Hver vinnur skilamat og hvaða kröfur eru gerðar til þess? 8. Er samstarf við þá aðila sem sinna þessum málum fyrir hönd sveitarfélaganna? Ef svo er, hvernig fer það fram? 9. Hvaða verkefni fengu úthlutað samkvæmt liðnum 01-305 Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl. (165,5 millj. kr.) í fjáraukalögum fyrir árið 2013? Fornminjar Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, bíður enn svara frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni við fyrirspurn sem hún lagði fram fyrir mánuði síðan, þann 22. janúar. Fyrirspurn Brynhildar er í níu liðum og spurði hún ráðherra um stefnumótun ráðuneytis hans hvað varðar húsafriðunarverkefni og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða. Vísir sagði í dag frá styrkveitingu forsætisráðuneytisins til handa flutningi hússins Ingólfs á Selfossi en enginn formleg umsókn um slíkan styrk var lögð fram af hálfu sveitarfélagsins – „enda umrætt hús í einkaeigu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Brynhildur langeyg eftir svörum ráðherra sem hún hafi núna beðið eftir í mánuð. Samkvæmt þingkonunni þurfa svör við fyrirspurnum sem þessum að liggja fyrir eigi síður en 15 dögum eftir að spurningarnar hafa verið bornar upp og býst hún við svörum á næstu dögum. „Ég tel þessa stefnubreytingu, þar sem ráðherra útdeilir styrkjum eftir eigin hentisemi, afturhvarf til fortíðar, segir Brynhildur. Hún bætir við að þróunin í styrkveitingum hafi á undanförnum árum verið í átt að auknum faglegum forsendum þar sem umsóknirnar eru vegnar og metnar út frá fræðilegum sjónarmiðum. Hvernig staðið var að fjárveitingum í tilviki Ingólfs sé því til marks um uggvænlega þróun. „Við höfum úr takmörkuðu fé að ráða og nauðsynlegt er að um útdeilingu þess ríki jafnræði. Það að stjórnmálamenn og forsætisráðherra geti úthlutað fé úr sjóðum ríkisins eftir eigin geðþótta er grafalvarlegt,“ segir Brynhildur. Hin ósvaraða fyrirspurn þingkonunnar til ráðherra er sem hér segir: 1. Hver er stefnumótun ráðuneytisins hvað varðar húsfriðunarverkefni, verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifar og málefni græna hagkerfisins? 2. Hvaða verkefni af fyrrgreindum toga hefur ráðuneytið þegar styrkt á kjörtímabilinu? Hver er fjárhæð hvers styrks og hvað er áætlað að styrkja hvert verkefni um háa fjárhæð alls fram að verklokum? 3. Hvaða skriflegu verklagsreglur eru í gildi í ráðuneytinu um úthlutun styrkja til sérhvers fyrrgreinds málaflokks? 4. Hefur ákvörðun um þau verkefni sem þegar hafa hlotið styrk í öllum tilfellum byggst á skriflegum umsóknum frá styrkþegum? Hafa styrkir verið auglýstir og þá hvar? Hvernig eru jafnræðisreglur tryggðar? 5. Hvernig fer faglegt mat á verkefnum fram innan ráðuneytisins? Hvaða kröfur eru gerðar til verkefna, umsækjenda og þeirra sem vinna verkin? Hvaða sérfræðingar meta þær umsóknir sem ráðuneytið fær? Hver er faglegur bakgrunnur þeirra? 6. Hvernig skarast styrkveitingar ráðuneytisins við verkefni húsafriðunarnefndar og Minjastofnunar Íslands og hvernig er samstarfi við þá aðila háttað? 7. Hver vinnur skilamat og hvaða kröfur eru gerðar til þess? 8. Er samstarf við þá aðila sem sinna þessum málum fyrir hönd sveitarfélaganna? Ef svo er, hvernig fer það fram? 9. Hvaða verkefni fengu úthlutað samkvæmt liðnum 01-305 Græna hagkerfið og verkefni tengd vernd sögulegra og menningartengdra byggða og fornleifa o.fl. (165,5 millj. kr.) í fjáraukalögum fyrir árið 2013?
Fornminjar Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00
Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Bæjarfulltrúar í Árborg furða sig á styrkveitingunni því engin formleg umsókn var send af hálfu bæjarfélagsins. 21. febrúar 2014 11:12
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent