Edduverðlaunin verða afhent í kvöld og verður hátíðin sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi. Útsendingin hefst klukkan 18.55 þar sem sýnt verður frá rauða dreglinum en sjálf hátíðin hefst hálftíma síðar.
Fimm leikarar eru tilnefndir í flokknum Leikari í aðalhlutverki. Þeir eru:
Ágúst Örn B. Wigum - Hvalfjörður
Ingvar E. Sigurðsson - Hross í oss
Kjartan Guðjónsson - Ástríður 2
Ólafur Darri Ólafsson - XL
Styr Júlíusson - Falskur fugl
