Enski boltinn

Leikirnir gegn Olympiakos verða erfiðir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David Moyes og Juan Mata
David Moyes og Juan Mata Vísir/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United ræddi í fjölmiðlum stöðuna að geta ekki notað Juan Mata í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Mata sem gekk til liðs við Manchester United frá erkifjendunum í Chelsea í janúarglugganum fyrir metfé spilaði í riðlakeppninni með Chelsea og getur því ekki tekið þátt í þeirri keppni með rauðu djöflunum.

„Við fengum leikmann sem við vildum þegar við gátum það sem var í janúarglugganum. Auðvitað er það pirrandi að geta ekki notað hann í Meistaradeildinni og þessvegna talar fólk um að það sé erfiðara að kaupa leikmenn í janúar,"

Framundan hjá Manchester United eru leikir gegn Olympiakos í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fer fyrri leikurinn fram í Grikklandi á þriðjudaginn.

„Við stóðum okkur vel í keppninni fyrir áramót, við náðum fyrsta sæti í riðlinum sem var markmiðið. Í bikarkeppnum eiga allir séns, það getur hvaða lið sem er komist í úrslit í útsláttarkeppnum. Framundan eru leikir gegn Olympiakos sem verða erfiðir, þetta er lang besta lið Grikklands með marga gríska landsliðsmenn," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×