Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. febrúar 2014 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu nýja stjórn á Laugarvatni í maílok í fyrra. Fréttablaðið/GVA Vísir/GVA Samþykkt þingflokka ríkisstjórnarflokkanna á tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur vakið hörð viðbrögð. Almennur skilningur virðist hafa verið í þá átt að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Í ályktunum flokksþings framsóknarmanna í febrúarbyrjun í fyrra kemur þó fram að Framsóknarflokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Þar segir svo: "Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Í ályktun utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans er sambærileg færsla. "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir þar í kjölfar kafla um nauðsyn þess að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert sé á grundvelli EES. Hafi leikið vafi á hvernig túlka bæri þessar ályktanir þá virtust forsvarsmenn flokkanna taka af vafa í aðdraganda kosninganna í fyrravor. Í kosningabæklingi Sjálfstæðisflokksins sagði til dæmis að kjósa ætti um málið á kjörtímabilinu. "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í fyrra. Í kappræðum á Stöð 2 kvöldið eftir áréttaði hann vilja flokksins til að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. "Og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði hann þá. Á kynningarfundi um stjórnarsáttmála flokkanna 22. maí talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka um stöðu aðildarviðræðnanna og sagði þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði líka ljóst að hún myndi fara fram. "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður," sagði hann. Formenn stjórnarflokkanna voru líka í umfjöllun Fréttablaðsins fyrir kosningar spurðir út í þá stöðu sem upp kynni að koma ef þeir kæmust í stjórn og þyrftu mögulega að stýra lokaspretti aðildarviðræðna við ESB, þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti að ljúka viðræðunum. Báðir kváðu það þá ekki kjörstöðu, en með því yrði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Sigmundur Davíð kvaðst þá þeirrar skoðunar að ekki gerðist þörf á að slíta viðræðum með formlegum hætti, enda væri komið á þeim hlé. Þráðurinn yfði ekki tekinn upp að nýju "nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu". Sigmundur kvaðst þá telja að hún gæti orðið snemma á kjörtímabilinu. "Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," sagði Bjarni. "En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Samþykkt þingflokka ríkisstjórnarflokkanna á tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur vakið hörð viðbrögð. Almennur skilningur virðist hafa verið í þá átt að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Í ályktunum flokksþings framsóknarmanna í febrúarbyrjun í fyrra kemur þó fram að Framsóknarflokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Þar segir svo: "Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Í ályktun utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans er sambærileg færsla. "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir þar í kjölfar kafla um nauðsyn þess að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert sé á grundvelli EES. Hafi leikið vafi á hvernig túlka bæri þessar ályktanir þá virtust forsvarsmenn flokkanna taka af vafa í aðdraganda kosninganna í fyrravor. Í kosningabæklingi Sjálfstæðisflokksins sagði til dæmis að kjósa ætti um málið á kjörtímabilinu. "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í fyrra. Í kappræðum á Stöð 2 kvöldið eftir áréttaði hann vilja flokksins til að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. "Og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði hann þá. Á kynningarfundi um stjórnarsáttmála flokkanna 22. maí talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka um stöðu aðildarviðræðnanna og sagði þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði líka ljóst að hún myndi fara fram. "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður," sagði hann. Formenn stjórnarflokkanna voru líka í umfjöllun Fréttablaðsins fyrir kosningar spurðir út í þá stöðu sem upp kynni að koma ef þeir kæmust í stjórn og þyrftu mögulega að stýra lokaspretti aðildarviðræðna við ESB, þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti að ljúka viðræðunum. Báðir kváðu það þá ekki kjörstöðu, en með því yrði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Sigmundur Davíð kvaðst þá þeirrar skoðunar að ekki gerðist þörf á að slíta viðræðum með formlegum hætti, enda væri komið á þeim hlé. Þráðurinn yfði ekki tekinn upp að nýju "nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu". Sigmundur kvaðst þá telja að hún gæti orðið snemma á kjörtímabilinu. "Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," sagði Bjarni. "En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00