Körfubolti

Heimsfriður án félags

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Metta World Peace.
Metta World Peace. Vísir/Getty
New York Knicks rifti í gær samningi þeirra Metta World Peace og Beno Udrih.

Metta World Peace, áður Ron Artest, kom til New York frá LA Lakers síðastliðið sumar en hann á að baki fimmtán ára feril í NBA-deildinni.

Hann hefur hins vegar lítið fengið að spila með Knicks að undanförnu, meðal annars vegna hnémeiðsla. Liðinu sjálfu hefur einnig gengið illa og er sem stendur í ellefta sæti austurdeildarinnar.

„Okkur þykir leitt að þetta gekk ekki upp fyrir Beno og Metta hér í New York,“ sagði Steve Mills, forseti félagsins. „Við þökkum fyrir þeirra framlag og óskum þeim alls hins besta.“

World Peace skrifaði á Twitter-síðu sína í gær að hann væri ánægður með að hafa fengið að spila með félaginu sem hann hélt með í æsku.

Hann vonast til að komast að hjá öðru liði í deildinni og helst hjá liði sem ætlar sér stóra hluti í vor. Hann hefur verið orðaður við Miami, San Antonio og Oklahoma City.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×