Fótbolti

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

Rooney fann sig ekki frekar en aðriri leikmenn Man. Utd í kvöld.
Rooney fann sig ekki frekar en aðriri leikmenn Man. Utd í kvöld. Vísir/afp
Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Fyrri hálfleikur var alls ekki sannfærandi hjá ensku meisturunum en þeir gáfu þó ekki mörg færi á sér. Á móti kom að liðið skapaði sér ekkert sérstaklega mikið.

Heppnin hefur ekki alltaf verið í liði með Man. Utd í vetur og hún var svo sannarlega ekki í þeirra liði er Olympiakos komst yfir.  Skot utan teigs sem fór í annan leikmann, breytti um stefnu og í netið.

Man. Utd byrjaði seinni hálfleik jafn illa og það lauk þeim fyrri. Það kom því ekkert sérstaklega á óvart er heimamenn bættu við marki.

Joel Campbell með glæsilegt skot utan teigs sem söng í netinu. 2-0 og Man. Utd í vondum málum. Þess má geta að Campbell er í láni frá Arsenal.

Man. Utd gekk ekkert að skapa sér færi í leiknum en níu mínútum fyrir leikslok rofaði aðeins til. Robin van Persie komst þá í dauðafæri en skot hans fór yfir markið.

Meira markvert gerðist ekki og Grikkirnir fögnuðu að vonum vel í leikslok.



Olympiakos kemst yfir með heppnismarki. Glæsimark Joel Campbell.

Tengdar fréttir

Carrick: Þetta er ekki búið

Man. Utd olli miklum vonbrigðum gegn Olympiakos í Grikklandi í kvöld er liðið tapaði 2-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×