Fótbolti

Sannaði að hann er besti leikmaður heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo í leiknum í gær.
Ronaldo í leiknum í gær. Vísir/Getty
Benedikt Howedes, varnarmaður Schalke, lofaði Cristiano Ronaldo mjög eftir 6-1 sigur Real Madrid í Þýskalandi í gær.

Madrídingar eru svo gott sem komnir áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir yfirburðasigur á Schalke á útivelli í gær.

Ronaldo skoraði tvívegis og er nú kominn með ellefu mörk í Meistaradeildinni í vetur. Hann átti einnig þátt í tveimur mörkum til viðbótar. „Ronaldo var út um allt. Hann sannaði að hann er besti leikmaður heims,“ sagið Howedes í samtali við þýska fjölmiðla í gær.

„Við gerðum mörg klaufaleg mistök í leiknum en við vorum líka að spila við topplið. Það eru einfaldlega ekki nógu mikil gæði í okkar liði til að geta keppt við lið eins Real Madrid.“

„Við munum reyna okkar besta á Bernabeu og fara í leikinn með höfuðið hátt.“


Tengdar fréttir

Flugeldasýning hjá Real Madrid | Sjáðu markaveisluna

Það má slá því föstu að Real Madrid sé búið að tryggja sér farseðilinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Real pakkaði Schalke saman, 1-6, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×