Viðskipti innlent

Vantar að gera áætlanir

Sven Smit frá McKinsey & Company hélt ræðu á Viðskiptaþingi í dag.
Sven Smit frá McKinsey & Company hélt ræðu á Viðskiptaþingi í dag.
Sven Smit, frá McKinsey & Company sagði að Íslendinga vantaði að setja sér áætlun um hvernig þær ætli sér að ná auknum hagvexti.

Smit hélt aðra ræðu dagsins á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag þar sem hann fjallaði um hvernig ætti að auka hagvöxt á Íslandi og hvaða leiðir ætti að fara að því markmiði.*

Smit sagði fyrsta skrefið vera að koma staðreyndunum upp á borðið og þannig skilja efnahagsástandið og hvar hægt sé að bæta sig.

Annað skrefið væri að setja sér markmið, raunhæft og skilja hvaða það myndi leiða af sér og kynna sýnina.

Þriðja skrefið væri að búa til áætlun og forgangsráða í tengslum við hana.

Fjórða og síðasta skrefið væri síðan að koma þessum fyrri skrefum í verk.

Gestir þingsins voru langflestir sammála um að Íslendingar hefðu enga sjáanlega áætlun í þessum efnum og mikið var hlegið í salnum þegar hann bað salinn að rétta upp hendur og aðeins einn gerði svo.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri spurði Smit nánar út í orð sín og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar nýtti tækifærið og kvartaði yfir peningamálastefnu ríkisstjórnarinnar.

Smit lauk ræðu sinni á áhrifaríkan hátt með því að ítreka orð sín: "Get a plan" eða búið til áætlun.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×