24 ára lítt þekkt snjóbrettakona vann þrjá Ólympíumeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2014 19:25 Kaitlyn Farrington. Vísir/Getty Kaitlyn Farrington var senuþjófurinn í kvöld í keppni í hálfpípu á snjóbrettum kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Það bjuggust allir við að Ástralinn Torah Bright og hin bandaríska Kelly Clark kepptu um gullið en þær urðu hinsvegar að sætta sig við silfur og brons. Kaitlyn Farrington var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum og náði gullinu í fyrstu tilraun eftir baráttu við þrjá reynslubolta sem höfðu allar unnið gull á Ólympíuleikum. Farrington átti fína fyrri ferð en tryggði sér sigurinn með því að ná 91,75 stig fyrir seinni ferðina. Eftir hennar ferð fengu þrír fyrrum Ólympíumeistarar að reyna sig en enginn náði henni. Torah Bright átti flotta seinni ferð og var næst henni en 91,50 stig dugði ekki þeirri áströlsku. Torah Bright vann Ólympíugullið fyrir fjórum árum en Kelly Clark varð Ólympíumeistari fyrir tólf árum, á heimavelli í Salt Lake City. Kelly Clark þurfti að sætta sig við bronsið aðra leikana í röð en hún endaði síðan í fjórða sætinu á Ólympíuleikunum í Tórínó 2006 og hefur því verið meðal fjögurra efstu á síðustu fjórum leikum. Hannah Teter frá Bandaríkjunum átti mjög góða fyrri ferð og var þá miklu betri en þær Torah Bright og Kelly Clark sem tókst þá ekki vel upp. Teter klikkaði aftur á móti algjörlega á seinni ferðinni og varð því að sætta sig við fjórða sætið. Teter vann gullið 2006 og silfrið fyrir fjórum árum.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elsti keppandinn á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira
Kaitlyn Farrington var senuþjófurinn í kvöld í keppni í hálfpípu á snjóbrettum kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Það bjuggust allir við að Ástralinn Torah Bright og hin bandaríska Kelly Clark kepptu um gullið en þær urðu hinsvegar að sætta sig við silfur og brons. Kaitlyn Farrington var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum og náði gullinu í fyrstu tilraun eftir baráttu við þrjá reynslubolta sem höfðu allar unnið gull á Ólympíuleikum. Farrington átti fína fyrri ferð en tryggði sér sigurinn með því að ná 91,75 stig fyrir seinni ferðina. Eftir hennar ferð fengu þrír fyrrum Ólympíumeistarar að reyna sig en enginn náði henni. Torah Bright átti flotta seinni ferð og var næst henni en 91,50 stig dugði ekki þeirri áströlsku. Torah Bright vann Ólympíugullið fyrir fjórum árum en Kelly Clark varð Ólympíumeistari fyrir tólf árum, á heimavelli í Salt Lake City. Kelly Clark þurfti að sætta sig við bronsið aðra leikana í röð en hún endaði síðan í fjórða sætinu á Ólympíuleikunum í Tórínó 2006 og hefur því verið meðal fjögurra efstu á síðustu fjórum leikum. Hannah Teter frá Bandaríkjunum átti mjög góða fyrri ferð og var þá miklu betri en þær Torah Bright og Kelly Clark sem tókst þá ekki vel upp. Teter klikkaði aftur á móti algjörlega á seinni ferðinni og varð því að sætta sig við fjórða sætið. Teter vann gullið 2006 og silfrið fyrir fjórum árum.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elsti keppandinn á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira