Aníta í góðum hópi í New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2014 15:58 Allir vinir eftir að komið var í mark í New York í gærkvöldi. Myndir/Stefán Þór Stefánsson Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt sterkasta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem fram fer vestan hafs ár hvert. Öflugir kappar frá Bandaríkjunum og víðar keppa á mótinu en mikill heiður þykir að fá boð um að keppa á því. Meðal þeirra sem mættir voru til New York var Ólympíu- og heimsmeistarinn í tugþraut, Ashton Eaton. Hann leitaði einmitt Anítu uppi og fór vel á með þeim og konu hans, Chelsea Eaton. 800 metra hlaupið var ein af aðalkeppnisgreinum mótsins. Þar áttu þær bandarísku Ajee Wilson, landi hennar Mary Cain og Aníta að leiða saman hesta sína. Svo fór reyndar að Cain ákvað að einbeita sér að míluhlaupinu þar sem hún sigraði.Aníta var í forystu um tíma í hlaupinu í gær en þrjár fóru fram úr henni áður en yfir lauk. Hún náði þó sínum næstbesta tíma, 2:02,66 mínútur, og var þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, ánægður með frammistöðuna.Aníta ásamt heimsmethafanum í tugþraut, Ashton Eaton.Mynd/Stefán Þór Stefánsson „Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið en sér þegar frá líður að hún var að gera vel,“ skrifaði Gunnar Páll á Fésbókarsíðu sína í gær.Wilson sigraði á 2:01,81 mínútum en það er einmitt Íslandsmet Anítu innanhúss. ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson var mættur á mótið í New York í gærkvöldi. Hann lét sig ekki muna um það að taka fjölmargar myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá hér að ofan en Stefán Þór gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar. Stefán Þór býr í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann var afar öflugur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, setti fjölmörg Íslandsmet og safnar afar fróðlegri tölfræði í kringum íslenskt frjálsíþróttalíf. Afraksturinn birtir hann reglulega á Fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Aníta á eftir að keppa aftur í Bandaríkjunum í sumar. Heimsmeistaramót 19 ára og yngri fer fram í Eugene í Oregon í júlí. Þar verður Aníta í baráttu um verðlaun ef fram heldur sem horfir.Aníta í forystunni í 800 metra hlaupinu í gærkvöldi.Mynd/Stefán Þór Stefánsson Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt sterkasta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem fram fer vestan hafs ár hvert. Öflugir kappar frá Bandaríkjunum og víðar keppa á mótinu en mikill heiður þykir að fá boð um að keppa á því. Meðal þeirra sem mættir voru til New York var Ólympíu- og heimsmeistarinn í tugþraut, Ashton Eaton. Hann leitaði einmitt Anítu uppi og fór vel á með þeim og konu hans, Chelsea Eaton. 800 metra hlaupið var ein af aðalkeppnisgreinum mótsins. Þar áttu þær bandarísku Ajee Wilson, landi hennar Mary Cain og Aníta að leiða saman hesta sína. Svo fór reyndar að Cain ákvað að einbeita sér að míluhlaupinu þar sem hún sigraði.Aníta var í forystu um tíma í hlaupinu í gær en þrjár fóru fram úr henni áður en yfir lauk. Hún náði þó sínum næstbesta tíma, 2:02,66 mínútur, og var þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, ánægður með frammistöðuna.Aníta ásamt heimsmethafanum í tugþraut, Ashton Eaton.Mynd/Stefán Þór Stefánsson „Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið en sér þegar frá líður að hún var að gera vel,“ skrifaði Gunnar Páll á Fésbókarsíðu sína í gær.Wilson sigraði á 2:01,81 mínútum en það er einmitt Íslandsmet Anítu innanhúss. ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson var mættur á mótið í New York í gærkvöldi. Hann lét sig ekki muna um það að taka fjölmargar myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá hér að ofan en Stefán Þór gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar. Stefán Þór býr í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann var afar öflugur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, setti fjölmörg Íslandsmet og safnar afar fróðlegri tölfræði í kringum íslenskt frjálsíþróttalíf. Afraksturinn birtir hann reglulega á Fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Aníta á eftir að keppa aftur í Bandaríkjunum í sumar. Heimsmeistaramót 19 ára og yngri fer fram í Eugene í Oregon í júlí. Þar verður Aníta í baráttu um verðlaun ef fram heldur sem horfir.Aníta í forystunni í 800 metra hlaupinu í gærkvöldi.Mynd/Stefán Þór Stefánsson
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21