Ólafi bauðst að spila með Björgvin og Arnóri Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 12:15 Ólafur Gústafsson heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Vísir/Getty „Þetta kláraðist í rauninni í morgun en ég skrifaði undir samninginn við Álaborg um helgina,“ segir Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta, við Vísi. Hafnfirðingurinn hávaxni yfirgefur stórlið Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar sem er ríkjandi meistari þar í landi. Fleiri lið voru á eftir Ólafi en honum bauðst að spila með tveimur samherjum sínum úr landsliðinu, Arnóri Þór Gunnarssyni og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Álaborg heillaði þó meira. „Ég tók ákvörðun um að setja stefnuna á Álaborg í raun fyrir tveimur vikum. Það var samt annað í boði eins og samningur hjá Bergischer hér í Þýskalandi og svo átti ég annað ár eftir af samningum við Flensburg. En ég ákvað á endanum að semja við Álaborg,“ segir Ólafur sem sat pollrólegur við morgunverðarborðið heima hjá sér í Flensburg þegar Vísir heyrði í honum.Ólafur í háloftunum með Flensburg.Vísir/GettyÆtlað stórt hlutverk Hann heimsótti Álaborg um helgina og ræddi þar við þjálfarann og forráðamenn liðsins. Það verður ekki annað sagt en hann hafi heillast af því sem þar var í boði. „Ég fór á fund með þjálfaranum og framkvæmdastjóranum. Mér leist sérstaklega vel á það hlutverk sem þjálfarinn ætlar mér. Hann sér mig sem fyrsta mann í mína stöðu og mér er ætlað stórt hlutverk bæði í vörn og sókn,“ segir Ólafur. „Þetta er félag sem er ríkjandi meistari og í 3. sæti núna. Það ætlar sér að vera á meðal þriggja bestu á næstu árum. Það spilar í þessari flottu Gigantium-höll sem landsliðið spilaði í á EM. Öll aðstaða er frábær og bærinn bara mjög fínn.“Ólafur með Domagoj Duvnjak í tangarhaldi.Vísir/GettyVildi sjálfur klára tímabilið í Þýskalandi Dönsku meistararnir vildu fá Ólaf til sín strax í janúar en Flensburg tók fyrir það. Það vill ekki sleppa Hafnfirðingnum fyrr en í lok tímabilsins. Sjálfur er Ólafur ánægður með það. „Ég vildi alltaf klára tímabilið hér. Það er mikið eftir af leiktíðinni og ég tel mig enn geta gert mikið fyrir þetta lið á endasprettinum. Það er mikið um meiðsli hjá liðinu en sjálfur er ég reyndar meiddur núna þannig ég geri ekki mikið á meðan,“ segir hann og hlær við.Frá Flensburg til ÁlaborgarVísir/GettyReynslubankinn stútfullur eftir góða dvöl í Flensburg Ólafur hefur lítið fengið að spila hjá Flensburg á tímabilinu en hann grætur það ekki heldur lítur á síðustu mánuði sem öflugt innlegg í reynslubankann. „Þetta er náttúrlega búið að vera erfitt undanfarið. Fyrst þegar ég kom til liðsins spilaði ég mikið og það gekk vel. En nú spilaði ég lítið fyrir áramót og það hefur verið erfitt. En ég hef lært mikið. Bæði þegar ég var að spila og nú þegar ég fæ minna að spila. Þetta er í heildina bara búinn að vera mjög góður tími en ég hlakka mikið til nýrrar áskorunar í Álaborg,“ segir Ólafur Gústafsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Þetta kláraðist í rauninni í morgun en ég skrifaði undir samninginn við Álaborg um helgina,“ segir Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta, við Vísi. Hafnfirðingurinn hávaxni yfirgefur stórlið Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar sem er ríkjandi meistari þar í landi. Fleiri lið voru á eftir Ólafi en honum bauðst að spila með tveimur samherjum sínum úr landsliðinu, Arnóri Þór Gunnarssyni og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Álaborg heillaði þó meira. „Ég tók ákvörðun um að setja stefnuna á Álaborg í raun fyrir tveimur vikum. Það var samt annað í boði eins og samningur hjá Bergischer hér í Þýskalandi og svo átti ég annað ár eftir af samningum við Flensburg. En ég ákvað á endanum að semja við Álaborg,“ segir Ólafur sem sat pollrólegur við morgunverðarborðið heima hjá sér í Flensburg þegar Vísir heyrði í honum.Ólafur í háloftunum með Flensburg.Vísir/GettyÆtlað stórt hlutverk Hann heimsótti Álaborg um helgina og ræddi þar við þjálfarann og forráðamenn liðsins. Það verður ekki annað sagt en hann hafi heillast af því sem þar var í boði. „Ég fór á fund með þjálfaranum og framkvæmdastjóranum. Mér leist sérstaklega vel á það hlutverk sem þjálfarinn ætlar mér. Hann sér mig sem fyrsta mann í mína stöðu og mér er ætlað stórt hlutverk bæði í vörn og sókn,“ segir Ólafur. „Þetta er félag sem er ríkjandi meistari og í 3. sæti núna. Það ætlar sér að vera á meðal þriggja bestu á næstu árum. Það spilar í þessari flottu Gigantium-höll sem landsliðið spilaði í á EM. Öll aðstaða er frábær og bærinn bara mjög fínn.“Ólafur með Domagoj Duvnjak í tangarhaldi.Vísir/GettyVildi sjálfur klára tímabilið í Þýskalandi Dönsku meistararnir vildu fá Ólaf til sín strax í janúar en Flensburg tók fyrir það. Það vill ekki sleppa Hafnfirðingnum fyrr en í lok tímabilsins. Sjálfur er Ólafur ánægður með það. „Ég vildi alltaf klára tímabilið hér. Það er mikið eftir af leiktíðinni og ég tel mig enn geta gert mikið fyrir þetta lið á endasprettinum. Það er mikið um meiðsli hjá liðinu en sjálfur er ég reyndar meiddur núna þannig ég geri ekki mikið á meðan,“ segir hann og hlær við.Frá Flensburg til ÁlaborgarVísir/GettyReynslubankinn stútfullur eftir góða dvöl í Flensburg Ólafur hefur lítið fengið að spila hjá Flensburg á tímabilinu en hann grætur það ekki heldur lítur á síðustu mánuði sem öflugt innlegg í reynslubankann. „Þetta er náttúrlega búið að vera erfitt undanfarið. Fyrst þegar ég kom til liðsins spilaði ég mikið og það gekk vel. En nú spilaði ég lítið fyrir áramót og það hefur verið erfitt. En ég hef lært mikið. Bæði þegar ég var að spila og nú þegar ég fæ minna að spila. Þetta er í heildina bara búinn að vera mjög góður tími en ég hlakka mikið til nýrrar áskorunar í Álaborg,“ segir Ólafur Gústafsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira