Norðmenn láta Svía vita að þeir eru áfram stóri bróðir 17. febrúar 2014 20:15 "Skoðið þetta, Svíþjóð! Við erum áfram stóri bróðir.“ Mynd/Skjáskot af vef VG Svíar hafa unnið fleiri verðlaun en Noregur í skíðagöngu á ÓL í Sotsjí en Norðmenn eru ofar í verðlaunatöflunni. Rígur Noregs og Svíþjóðar þegar kemur að skíðagöngu getur verið einstaklega skemmtilegur og hann nær vanalega hámarki í kringum Ólympíuleikana. Allt varð vitlaust í herbúðum norska liðsins fyrir fjórum árum í Vancouver þegar Svíarnir hirtu hver verðlaunin á fætur öðrum og voru þeir sem smyrja skíði norska liðsins allir reknir með tölu. Nú eru Svíar búnir að vinna bæði boðgöngu karla og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí og eru í heildina með níu verðlaun í skíðagöngu á móti sjö verðlaunum Norðmanna. Svíarnir nudda erkifjendum sínum upp úr þessu og voru með stóra mynd af Petter Northug, fremsta skíðagöngumanni Noregs, framan á einu blaði þar í landi á dögunum með yfirskriftinni: „Hafið þið séð þennan mann?“ Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí.Vefsíða norska blaðsins Verdens Gang svarar þó fyrir hönd Norðmanna í dag. Þar er Svíum bent á að líta á heildarfjölda verðlauna en Norðmenn voru búnir að vinna fjórtán verðlaun fyrir daginn í dag en Svíar „aðeins“ þessi níu í skíðagöngunni. „Allt í lagi. Þið rústuðuð bæði boðgöngu karla og kvenna. Við kunnum ekki að smyrja skíðin og hér í Noregi er krísa í gangi. En við erum samt stóri bróðir. Allavega þegar litið er á verðlaunatöfluna,“ segir í grein VG í dag. Rígur Norðmanna og Svía heldur áfram því enn á eftir að keppa í 50km göngu karla, 30km göngu kvenna og sprettgöngu í liðakeppni áður en leikunum í Sotsjí er lokið.Svíinn Marcus Hellner tók síðasta sprettinn fyrir Svía í boðgöngu karla.Vísir/GettyPetter Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí og Svíarnir spyrja einfaldlega hvar hann eiginlega sé.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Svíar hafa unnið fleiri verðlaun en Noregur í skíðagöngu á ÓL í Sotsjí en Norðmenn eru ofar í verðlaunatöflunni. Rígur Noregs og Svíþjóðar þegar kemur að skíðagöngu getur verið einstaklega skemmtilegur og hann nær vanalega hámarki í kringum Ólympíuleikana. Allt varð vitlaust í herbúðum norska liðsins fyrir fjórum árum í Vancouver þegar Svíarnir hirtu hver verðlaunin á fætur öðrum og voru þeir sem smyrja skíði norska liðsins allir reknir með tölu. Nú eru Svíar búnir að vinna bæði boðgöngu karla og kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí og eru í heildina með níu verðlaun í skíðagöngu á móti sjö verðlaunum Norðmanna. Svíarnir nudda erkifjendum sínum upp úr þessu og voru með stóra mynd af Petter Northug, fremsta skíðagöngumanni Noregs, framan á einu blaði þar í landi á dögunum með yfirskriftinni: „Hafið þið séð þennan mann?“ Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí.Vefsíða norska blaðsins Verdens Gang svarar þó fyrir hönd Norðmanna í dag. Þar er Svíum bent á að líta á heildarfjölda verðlauna en Norðmenn voru búnir að vinna fjórtán verðlaun fyrir daginn í dag en Svíar „aðeins“ þessi níu í skíðagöngunni. „Allt í lagi. Þið rústuðuð bæði boðgöngu karla og kvenna. Við kunnum ekki að smyrja skíðin og hér í Noregi er krísa í gangi. En við erum samt stóri bróðir. Allavega þegar litið er á verðlaunatöfluna,“ segir í grein VG í dag. Rígur Norðmanna og Svía heldur áfram því enn á eftir að keppa í 50km göngu karla, 30km göngu kvenna og sprettgöngu í liðakeppni áður en leikunum í Sotsjí er lokið.Svíinn Marcus Hellner tók síðasta sprettinn fyrir Svía í boðgöngu karla.Vísir/GettyPetter Northug hefur ekki staðið sig í Sotsjí og Svíarnir spyrja einfaldlega hvar hann eiginlega sé.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 10 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tíundi keppnisdagur leikanna er í dag. 17. febrúar 2014 00:01
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni