Lamar Odom til Spánar - Mætir Jóni Arnóri í maí 18. febrúar 2014 11:15 Lamar Odom varð heimsmeistari með Bandaríkjunum árið 2010. Vísir/EPA Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Þessi öflugi kraftframherji samdi við Laboral Kutxa út tímabilið en liðið er í borginni Vitoria-Gasteiz í Baskalandi. Liðið heitir reyndar Saski Baskonia en tók upp nafnið Laboral Kutxa vegna styrktarsamnings. Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan hann kláraði síðasta tímabil með Los Angeles Clippers en mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarna mánuði. Hann hefur glímt við meinta eiturlyfjafíkn og var handtekinn fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Odom fór í meðferð en yfirgaf meðferðarheimilið eftir einn dag þar inni.DocRivers, þjálfari LA Clippers, bauð Odom til æfinga í nóvember á síðasta ári og virtist þá líklegt að hann myndi snúa aftur í NBA-deildina. Svo fór ekki og samdi Clippers frekar við þrjá eldri leikmenn: StephenJackson, HedoTurkoglu og SashaVujacic. Odom vill komast úr sviðsljósinu í bili og er því, samkvæmt fréttum bandarískra miðla, ekki með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum fært að yfirgefa Spán um leið og tilboð berst frá NBA-liði. Hann ætlar sér að spila með Laboral út tímabilið. Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir spænska liðið spili Odom nálægt sinni getu. Hann er eins og áður segir tvöfaldur NBA-meistari en hann var í sigurliði Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu 1999 og var kjörinn besti sjötti maður deildarinnar árið 2011. Laboral Kutxa er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með níu sigra og tíu töp eins og fjögur önnur lið í 9. sæti deildarinnar.JónArnórStefánsson fær væntanlega tækifæri til að mæta Lamar Odom í næstsíðustu umferð deildarinnar en Laboral vann fyrri viðureign liðanna, 92-83, á heimavelli sínum.Lamar Odom boðinn velkominn á heimasíðu Laboral.Mynd/Skjáskot NBA Tengdar fréttir Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00 Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18 Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00 Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00 Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00 Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Þessi öflugi kraftframherji samdi við Laboral Kutxa út tímabilið en liðið er í borginni Vitoria-Gasteiz í Baskalandi. Liðið heitir reyndar Saski Baskonia en tók upp nafnið Laboral Kutxa vegna styrktarsamnings. Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan hann kláraði síðasta tímabil með Los Angeles Clippers en mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarna mánuði. Hann hefur glímt við meinta eiturlyfjafíkn og var handtekinn fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Odom fór í meðferð en yfirgaf meðferðarheimilið eftir einn dag þar inni.DocRivers, þjálfari LA Clippers, bauð Odom til æfinga í nóvember á síðasta ári og virtist þá líklegt að hann myndi snúa aftur í NBA-deildina. Svo fór ekki og samdi Clippers frekar við þrjá eldri leikmenn: StephenJackson, HedoTurkoglu og SashaVujacic. Odom vill komast úr sviðsljósinu í bili og er því, samkvæmt fréttum bandarískra miðla, ekki með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum fært að yfirgefa Spán um leið og tilboð berst frá NBA-liði. Hann ætlar sér að spila með Laboral út tímabilið. Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir spænska liðið spili Odom nálægt sinni getu. Hann er eins og áður segir tvöfaldur NBA-meistari en hann var í sigurliði Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu 1999 og var kjörinn besti sjötti maður deildarinnar árið 2011. Laboral Kutxa er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með níu sigra og tíu töp eins og fjögur önnur lið í 9. sæti deildarinnar.JónArnórStefánsson fær væntanlega tækifæri til að mæta Lamar Odom í næstsíðustu umferð deildarinnar en Laboral vann fyrri viðureign liðanna, 92-83, á heimavelli sínum.Lamar Odom boðinn velkominn á heimasíðu Laboral.Mynd/Skjáskot
NBA Tengdar fréttir Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00 Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18 Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00 Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00 Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00 Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00
Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18
Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00
Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00
Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00
Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00