Innrás Rússa í UFC og lykillinn að velgengni þeirra Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 22:45 Omari Akhmedov Mynd/ Getty Images Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? Þeir Khabib Nurmagomedov, Rustam Khabilov, Omari Akhmedov, Adlan Amagov og Ali Bagautinov eru allt rússneskir bardagamenn og eru allir enn ósigraðir í UFC. Fleiri rússneskir bardagamenn hafa samið við UFC nýlega en þessir fimm standa upp úr. Allir koma þeir frá Dagestan héraðinu í Rússlandi en nánar má lesa um þá hér. Allir þessir kappar eiga það sameiginlegt að hafa æft sambó, Combat Sambo og frjálsa glímu (e. freestyle wrestling). Það eru mörg atriði sem benda til þess að sambó sé einn besti bakgrunnurinn til að hafa áður en farið er í MMA. Í sambó má kasta eins og í júdó og sækja fellur í lappir eins og í glímu. Að auki hafa flestir sambó keppendur einnig æft glímu og eru því vel að sér þegar kemur að fellutilraunum í lappir eins og t.d. “double leg” og “fireman carry”. Allir MMA kappar sem hafa æft sambó hafa einnig keppt í Combat Sambo en þar má kýla, sparka og hengja og er því ágætlega líkt MMA. Omari Akhmedov, andstæðingur Gunnars, er tvöfaldur Combat Sambo meistari í Dagestan héraðinu. Þessir Rússar sem við erum að sjá í UFC eru margir hverjir frústreraðir glímumenn sem voru ekki nógu góðir til að komast í glímulandsliðið. Rússneska glímulandsliðið er eitt það sterkasta í heimi og gríðarlega eftirsóknarvert að komast þangað, enda mikið fjárhagslegt öryggi sem fylgir því að komast þangað. Þessir bardagamenn æfa glímu, júdó og sambó sem krakkar þó mesta áherslan sé oft á glímuna. Þegar menn sjá fram á að ná ekki að komast alla leið í glímunni snúa þeir sér að sambó eða Combat Sambo í von um að skara fram úr þar. Af því leiðir eru margir frábærir íþróttamenn í Combat Sambo sem voru einfaldlega ekki alveg nógu góðir til að komast alla leið í glímunni en eru engu að síður með frábæran glímubakgrunn. Fyrir marga er sambó eða glíman leið úr fátæktinni í Rússlandi. Fedor Emelianenko, einn besti MMA kappi allra tíma, sagði þessi fleygu orð í viðtali: "Ég lít á andstæðing minn sem mann sem ætlar að taka mat af borði fjölskyldu minnar. Ég þarf að stöðva hann svo fjölskylda mín fái mat". Þetta hugarfar einkennir Rússana en þeir búa yfir ótrúlegri þrautseigju og gefast aldrei upp. Þetta kom bersýnilega í ljós í bardaga Omari Akhmedov gegn Thiago Perpétuo þar sem Akhmedov var tvisvar kýldur niður en náði samt að halda áfram og sigraði að lokum eftir rothögg. Allir þessir kappar koma frá Dagestan eða öðrum héröðum í Norður-Kákasus svæðinu. Þar er gríðarlega sterk hefð fyrir bardagaíþróttum og fer nánast hvert einasta mannsbarn í glímu, sambó, júdó, sparkbox eða box. Það má því segja að helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra í MMA sé sú að þeir æfa högg, spörk og glímu frá unga aldri og eru því öllu vanir þegar þeir taka skrefið í MMA. Hvort að það sé nóg fyrir Omari Akhmedov til að sigra Gunnar Nelson verður að koma í ljós þann 8. mars. Ítarlegri umfjöllun um velgengni Rússana má lesa á vef MMA frétta hér.Vísir ogMMA fréttirhafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Innlendar MMA Tengdar fréttir Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars næstkomandi. Aðdáendur UFC hafa eflaust tekið eftir innrás Rússa í UFC á undanförnu ári. Flestum Rússunum í UFC hefur gengið gríðarlega vel en af hverju eru þeir svona sigursælir? Þeir Khabib Nurmagomedov, Rustam Khabilov, Omari Akhmedov, Adlan Amagov og Ali Bagautinov eru allt rússneskir bardagamenn og eru allir enn ósigraðir í UFC. Fleiri rússneskir bardagamenn hafa samið við UFC nýlega en þessir fimm standa upp úr. Allir koma þeir frá Dagestan héraðinu í Rússlandi en nánar má lesa um þá hér. Allir þessir kappar eiga það sameiginlegt að hafa æft sambó, Combat Sambo og frjálsa glímu (e. freestyle wrestling). Það eru mörg atriði sem benda til þess að sambó sé einn besti bakgrunnurinn til að hafa áður en farið er í MMA. Í sambó má kasta eins og í júdó og sækja fellur í lappir eins og í glímu. Að auki hafa flestir sambó keppendur einnig æft glímu og eru því vel að sér þegar kemur að fellutilraunum í lappir eins og t.d. “double leg” og “fireman carry”. Allir MMA kappar sem hafa æft sambó hafa einnig keppt í Combat Sambo en þar má kýla, sparka og hengja og er því ágætlega líkt MMA. Omari Akhmedov, andstæðingur Gunnars, er tvöfaldur Combat Sambo meistari í Dagestan héraðinu. Þessir Rússar sem við erum að sjá í UFC eru margir hverjir frústreraðir glímumenn sem voru ekki nógu góðir til að komast í glímulandsliðið. Rússneska glímulandsliðið er eitt það sterkasta í heimi og gríðarlega eftirsóknarvert að komast þangað, enda mikið fjárhagslegt öryggi sem fylgir því að komast þangað. Þessir bardagamenn æfa glímu, júdó og sambó sem krakkar þó mesta áherslan sé oft á glímuna. Þegar menn sjá fram á að ná ekki að komast alla leið í glímunni snúa þeir sér að sambó eða Combat Sambo í von um að skara fram úr þar. Af því leiðir eru margir frábærir íþróttamenn í Combat Sambo sem voru einfaldlega ekki alveg nógu góðir til að komast alla leið í glímunni en eru engu að síður með frábæran glímubakgrunn. Fyrir marga er sambó eða glíman leið úr fátæktinni í Rússlandi. Fedor Emelianenko, einn besti MMA kappi allra tíma, sagði þessi fleygu orð í viðtali: "Ég lít á andstæðing minn sem mann sem ætlar að taka mat af borði fjölskyldu minnar. Ég þarf að stöðva hann svo fjölskylda mín fái mat". Þetta hugarfar einkennir Rússana en þeir búa yfir ótrúlegri þrautseigju og gefast aldrei upp. Þetta kom bersýnilega í ljós í bardaga Omari Akhmedov gegn Thiago Perpétuo þar sem Akhmedov var tvisvar kýldur niður en náði samt að halda áfram og sigraði að lokum eftir rothögg. Allir þessir kappar koma frá Dagestan eða öðrum héröðum í Norður-Kákasus svæðinu. Þar er gríðarlega sterk hefð fyrir bardagaíþróttum og fer nánast hvert einasta mannsbarn í glímu, sambó, júdó, sparkbox eða box. Það má því segja að helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra í MMA sé sú að þeir æfa högg, spörk og glímu frá unga aldri og eru því öllu vanir þegar þeir taka skrefið í MMA. Hvort að það sé nóg fyrir Omari Akhmedov til að sigra Gunnar Nelson verður að koma í ljós þann 8. mars. Ítarlegri umfjöllun um velgengni Rússana má lesa á vef MMA frétta hér.Vísir ogMMA fréttirhafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi.
Innlendar MMA Tengdar fréttir Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Utan búrsins: Gunnar Nelson Eftir þrjár vikur stígur Gunnar Nelson í búrið og berst í þriðja sinn í UFC. Gunnar mætir Rússanum Omari Akhmedov en bardaginn fer fram í O2-höllinni í London. Undirbúningur Gunnars stendur sem hæst núna en hvernig er Gunnar Nelson utan búrsins? 16. febrúar 2014 10:30