Robin Wright og Kevin Spacey fara á kostum í nýju sýnishorni fyrir aðra seríu af sjónvarpsþáttunum House of Cards.
Serían er framleidd af Netflix og verður frumsýnd 14. febrúar. Að venju geta þá áskrifendur Netflix horft á alla seríuna í einum rikk.
Serían hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og hlaut Robin Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðu sína sem eiginkona Kevins.

