Rodman væri til í að hafa vistaskipti við gíslinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2014 20:15 Dennis Rodman. Vísir/Getty Körfuboltahetjan Dennis Rodman myndi fórna sjálfum sér fyrir Bandaríkjamanninn Kenneth Bae sem hefur verið í haldi í Norður-Kóreu. Rodman hefur fjórum sinnum farið til Norður-Kóreu að undanförnu vegna vinskapar hans við Kim Jong Un, einræðisherra landsins. Hann hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir tengsl sín við Kim en í síðustu ferð tók hann nokkra fyrrum NBA-stjörnur með sér til að spila sýningarleik við landslið Norður-Kóreu í tilefni af afmæli leiðtogans. Rodman fór svo með allan hópinn í viðtal á CNN þar sem hann var meðal annars spurður hvort hann teldi viðeigandi að sýna landi stuðning þar sem bandarískur þegn væri í haldi af ókunnugum ástæðum. Rodman greindi síðar frá því að hann hefði verið ölvaður í viðtalinu og er hann nú kominn í meðferð. Í dag birtist nýtt viðtal við hann á CNN þar sem hann var á ný spurður um Bae-málið. „Ég er mótfallinn því að fólki sé haldið í gíslingu fyrir eitthvað sem það kann að hafa gert eða ekki gert,“ sagði Rodman í viðtalinu í dag. „Ég myndi gera hvað sem er. Ef það stæði til boða að skipta mér út fyrir Kenneth Bae myndi ég ganga að því umsvifalaust.“ NBA Tengdar fréttir Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu "Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu. 19. desember 2013 07:42 Rodman búinn að velja liðsfélagana fyrir leikinn í Norður-Kóreu Dennis Rodman, fimmfaldur NBA-meistari með Detoit Pistons og Chicago Bulls er á leiðinni til Norður-Kóreu á nýjan leik og tekur nokkra fyrrum körfuboltamenn úr NBA-deildinni með sér að þessu sinni. 5. janúar 2014 08:00 Rodman gráti næst á CNN "Ég elska hann. Hann er vinur minn,“ sagði Dennis Rodman í athyglisverðu viðtali sem birtist á CNN-sjónvarpsstöðinni í dag. 7. janúar 2014 16:00 Rodman var drukkinn í viðtalinu Dennis Rodman hefur nú viðurkennt að hann var ölvaður í skrautlegu viðtali sem var sýnt á CNN-sjónvarpstöðinni í vikunni. 9. janúar 2014 14:30 Rodman gæti þjálfað landslið Norður-Kóreu Það er nóg að gera hjá diplómatanum Dennis Rodman þessa dagana en hann er með annan fótinn í Norður-Kóreu hjá nýjasta besti vini hans, Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu. 9. september 2013 23:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Körfuboltahetjan Dennis Rodman myndi fórna sjálfum sér fyrir Bandaríkjamanninn Kenneth Bae sem hefur verið í haldi í Norður-Kóreu. Rodman hefur fjórum sinnum farið til Norður-Kóreu að undanförnu vegna vinskapar hans við Kim Jong Un, einræðisherra landsins. Hann hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir tengsl sín við Kim en í síðustu ferð tók hann nokkra fyrrum NBA-stjörnur með sér til að spila sýningarleik við landslið Norður-Kóreu í tilefni af afmæli leiðtogans. Rodman fór svo með allan hópinn í viðtal á CNN þar sem hann var meðal annars spurður hvort hann teldi viðeigandi að sýna landi stuðning þar sem bandarískur þegn væri í haldi af ókunnugum ástæðum. Rodman greindi síðar frá því að hann hefði verið ölvaður í viðtalinu og er hann nú kominn í meðferð. Í dag birtist nýtt viðtal við hann á CNN þar sem hann var á ný spurður um Bae-málið. „Ég er mótfallinn því að fólki sé haldið í gíslingu fyrir eitthvað sem það kann að hafa gert eða ekki gert,“ sagði Rodman í viðtalinu í dag. „Ég myndi gera hvað sem er. Ef það stæði til boða að skipta mér út fyrir Kenneth Bae myndi ég ganga að því umsvifalaust.“
NBA Tengdar fréttir Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu "Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu. 19. desember 2013 07:42 Rodman búinn að velja liðsfélagana fyrir leikinn í Norður-Kóreu Dennis Rodman, fimmfaldur NBA-meistari með Detoit Pistons og Chicago Bulls er á leiðinni til Norður-Kóreu á nýjan leik og tekur nokkra fyrrum körfuboltamenn úr NBA-deildinni með sér að þessu sinni. 5. janúar 2014 08:00 Rodman gráti næst á CNN "Ég elska hann. Hann er vinur minn,“ sagði Dennis Rodman í athyglisverðu viðtali sem birtist á CNN-sjónvarpsstöðinni í dag. 7. janúar 2014 16:00 Rodman var drukkinn í viðtalinu Dennis Rodman hefur nú viðurkennt að hann var ölvaður í skrautlegu viðtali sem var sýnt á CNN-sjónvarpstöðinni í vikunni. 9. janúar 2014 14:30 Rodman gæti þjálfað landslið Norður-Kóreu Það er nóg að gera hjá diplómatanum Dennis Rodman þessa dagana en hann er með annan fótinn í Norður-Kóreu hjá nýjasta besti vini hans, Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu. 9. september 2013 23:00 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu "Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu. 19. desember 2013 07:42
Rodman búinn að velja liðsfélagana fyrir leikinn í Norður-Kóreu Dennis Rodman, fimmfaldur NBA-meistari með Detoit Pistons og Chicago Bulls er á leiðinni til Norður-Kóreu á nýjan leik og tekur nokkra fyrrum körfuboltamenn úr NBA-deildinni með sér að þessu sinni. 5. janúar 2014 08:00
Rodman gráti næst á CNN "Ég elska hann. Hann er vinur minn,“ sagði Dennis Rodman í athyglisverðu viðtali sem birtist á CNN-sjónvarpsstöðinni í dag. 7. janúar 2014 16:00
Rodman var drukkinn í viðtalinu Dennis Rodman hefur nú viðurkennt að hann var ölvaður í skrautlegu viðtali sem var sýnt á CNN-sjónvarpstöðinni í vikunni. 9. janúar 2014 14:30
Rodman gæti þjálfað landslið Norður-Kóreu Það er nóg að gera hjá diplómatanum Dennis Rodman þessa dagana en hann er með annan fótinn í Norður-Kóreu hjá nýjasta besti vini hans, Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu. 9. september 2013 23:00