Auður 85 manna jafn mikill og eignir helmings mannkyns Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2014 11:30 Frá Allahabad á Indlandi. Nordicphotos/AFP Í nýrri skýrslu frá hjálparsamtökunum Oxfam er skorað á auðkýfingana, sem koma saman á ráðstefnu í Davos í Sviss nú í vikunni, að gera sitt til þess að draga úr misskiptingu auðs í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að 85 auðugustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarðar manna. Margir af þessum 85 mönnum eru nú í vikunni á leiðinni til Davos til að taka þátt í hinni árlegu ráðstefnu um efnahagshorfur í heiminum. Í skýrslunni er meðal annars skorað á þátttakendur á samkomunni í Davos að hætta að koma sér hjá því að greiða skatta, hætta að nota auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmálamenn, birta opinberlega allar fjárfestingar í fyrirtækjum sínum og sjóðum og skora á stjórnvöld að nota skatttekjur til að tryggja heilsugæslu, menntun og almannatryggingum fyrir alla íbúa lands síns. Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búa í landi þar sem efnahagsleg misskipting hefur aukist á síðustu þrjátíu árum. Bent er á að Alþjóðlega efnhagsráðið, sem heldur samkomurnar í Davos, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sá gríðarlegi tekjumunur, sem farið hefur vaxandi í heiminum á síðustu árum, sé meðal þess sem helst ógnar lífsháttum jarðarbúa á næstu misserum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá hjálparsamtökunum Oxfam er skorað á auðkýfingana, sem koma saman á ráðstefnu í Davos í Sviss nú í vikunni, að gera sitt til þess að draga úr misskiptingu auðs í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að 85 auðugustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarðar manna. Margir af þessum 85 mönnum eru nú í vikunni á leiðinni til Davos til að taka þátt í hinni árlegu ráðstefnu um efnahagshorfur í heiminum. Í skýrslunni er meðal annars skorað á þátttakendur á samkomunni í Davos að hætta að koma sér hjá því að greiða skatta, hætta að nota auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmálamenn, birta opinberlega allar fjárfestingar í fyrirtækjum sínum og sjóðum og skora á stjórnvöld að nota skatttekjur til að tryggja heilsugæslu, menntun og almannatryggingum fyrir alla íbúa lands síns. Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búa í landi þar sem efnahagsleg misskipting hefur aukist á síðustu þrjátíu árum. Bent er á að Alþjóðlega efnhagsráðið, sem heldur samkomurnar í Davos, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sá gríðarlegi tekjumunur, sem farið hefur vaxandi í heiminum á síðustu árum, sé meðal þess sem helst ógnar lífsháttum jarðarbúa á næstu misserum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira