Sport

Minntust látins formanns á táknrænan hátt

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jóns var minnst á táknrænan hátt á föstudagskvöld.
Jóns var minnst á táknrænan hátt á föstudagskvöld.
Ísfirðingar minntust látins formanns Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar (KFÍ), Jóns Kristmannssonar, á afar táknrænan hátt í síðasta heimaleik félagsins, gegn Keflavík á föstudagskvöld.

Íslenski fáninn var lagður yfir eitt sætið í Jakanum, íþróttahúsi bæjarins, og á hann var settur sálmaskrá úr útför Jóns og fáni KFÍ. Einnig var táknræn mínútulöng þögn í salnum fyrir leikinn.

Jón er hér til vinstri. Hann var formaður félagsins í áratug, lengst allra.Mynd/KFÍ
Jón gegndi formennsku KFÍ lengst allra, frá 1994 til 2004. Að lokinni formennsku hélt Jón áfram að styðja liðið í blíðu og stríðu. Hann átti fast sæti í Jakanum og lét vel í sér heyra, en að sögn Ísfirðinga var hann alltaf jákvæður og uppbyggilegur.

Hann var sæmdur bæði silfur- og gullmerki Héraðssambands Vestfirðinga fyrir framlag hans til íþróttalífs á Ísafirði. 

Hann lést 22. desember eftir baráttu við krabbamein. Formaður KFÍ, segir í minningargrein um Jón, á heimasíðu KFÍ, að minningin um Jón verði félagsmönnum hvatning í starfi um ókomin ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×