Strákarnir þurfa hjálp til að komast í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2014 17:33 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Daníel Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. Ísland er nú komið með fimm stig í milliriðli 1 og getur með sigri á gestgjöfum Danmörku á miðvikudag komist upp í sjö stig. Danmörk er með sex stig og Spánn fjögur en bæði lið eiga þó leik til góða síðar í dag. Spánn leikur gegn Austurríki nú síðdegis og Danmörk gegn Ungverjalandi síðar í kvöld. Danir komast í átta stig með sigri í kvöld og væru þar með öruggir með efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitunum. Þeir hefðu því að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudaginn. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli á EM í Danmörku komast í undanúrslit keppninnar sem fara fram á föstudaginn. Ef Spánn vinnur lærisveina Patreks síðar í dag geta heimsmeistararnir tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Makedóníu klukkan 15.00 á miðvikudaginn. Ísland væri þar með úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum þegar kæmi að leiknum gegn Dönum. Auk undanúrslitaleikjanna er spilað um fimmta sæti mótsins. Ísland á góðan möguleika á að komast í þann leik en til þess þurfa strákarnir að ná þriðja sætinu í milliriðlinum. Ef svo fer að Ísland og Ungverjaland verði jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðlakeppninnar mun markatala ráða því hvort liðið lendi ofar þar sem liðin skildu jöfn í viðureign sinni í Álaborg í síðustu viku. Sem stendur er Ísland með markatöluna 117-114 en Ungverjaland 85-86. Ungverjar spila gegn Dönum síðar í kvöld og svo gegn Austurríki á föstudag. EM 2014 karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05 Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57 Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47 Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. Ísland er nú komið með fimm stig í milliriðli 1 og getur með sigri á gestgjöfum Danmörku á miðvikudag komist upp í sjö stig. Danmörk er með sex stig og Spánn fjögur en bæði lið eiga þó leik til góða síðar í dag. Spánn leikur gegn Austurríki nú síðdegis og Danmörk gegn Ungverjalandi síðar í kvöld. Danir komast í átta stig með sigri í kvöld og væru þar með öruggir með efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitunum. Þeir hefðu því að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudaginn. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli á EM í Danmörku komast í undanúrslit keppninnar sem fara fram á föstudaginn. Ef Spánn vinnur lærisveina Patreks síðar í dag geta heimsmeistararnir tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Makedóníu klukkan 15.00 á miðvikudaginn. Ísland væri þar með úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum þegar kæmi að leiknum gegn Dönum. Auk undanúrslitaleikjanna er spilað um fimmta sæti mótsins. Ísland á góðan möguleika á að komast í þann leik en til þess þurfa strákarnir að ná þriðja sætinu í milliriðlinum. Ef svo fer að Ísland og Ungverjaland verði jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðlakeppninnar mun markatala ráða því hvort liðið lendi ofar þar sem liðin skildu jöfn í viðureign sinni í Álaborg í síðustu viku. Sem stendur er Ísland með markatöluna 117-114 en Ungverjaland 85-86. Ungverjar spila gegn Dönum síðar í kvöld og svo gegn Austurríki á föstudag.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05 Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57 Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47 Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43
Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05
Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57
Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47
Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29