Strákarnir þurfa hjálp til að komast í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2014 17:33 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Daníel Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. Ísland er nú komið með fimm stig í milliriðli 1 og getur með sigri á gestgjöfum Danmörku á miðvikudag komist upp í sjö stig. Danmörk er með sex stig og Spánn fjögur en bæði lið eiga þó leik til góða síðar í dag. Spánn leikur gegn Austurríki nú síðdegis og Danmörk gegn Ungverjalandi síðar í kvöld. Danir komast í átta stig með sigri í kvöld og væru þar með öruggir með efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitunum. Þeir hefðu því að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudaginn. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli á EM í Danmörku komast í undanúrslit keppninnar sem fara fram á föstudaginn. Ef Spánn vinnur lærisveina Patreks síðar í dag geta heimsmeistararnir tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Makedóníu klukkan 15.00 á miðvikudaginn. Ísland væri þar með úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum þegar kæmi að leiknum gegn Dönum. Auk undanúrslitaleikjanna er spilað um fimmta sæti mótsins. Ísland á góðan möguleika á að komast í þann leik en til þess þurfa strákarnir að ná þriðja sætinu í milliriðlinum. Ef svo fer að Ísland og Ungverjaland verði jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðlakeppninnar mun markatala ráða því hvort liðið lendi ofar þar sem liðin skildu jöfn í viðureign sinni í Álaborg í síðustu viku. Sem stendur er Ísland með markatöluna 117-114 en Ungverjaland 85-86. Ungverjar spila gegn Dönum síðar í kvöld og svo gegn Austurríki á föstudag. EM 2014 karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05 Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57 Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47 Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Þrátt fyrir sigur á Makedóníu í dag þurfa strákarnir okkar aðstoð til að komast áfram í undanúrslit EM í Danmörku. Ísland er nú komið með fimm stig í milliriðli 1 og getur með sigri á gestgjöfum Danmörku á miðvikudag komist upp í sjö stig. Danmörk er með sex stig og Spánn fjögur en bæði lið eiga þó leik til góða síðar í dag. Spánn leikur gegn Austurríki nú síðdegis og Danmörk gegn Ungverjalandi síðar í kvöld. Danir komast í átta stig með sigri í kvöld og væru þar með öruggir með efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitunum. Þeir hefðu því að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudaginn. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli á EM í Danmörku komast í undanúrslit keppninnar sem fara fram á föstudaginn. Ef Spánn vinnur lærisveina Patreks síðar í dag geta heimsmeistararnir tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Makedóníu klukkan 15.00 á miðvikudaginn. Ísland væri þar með úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum þegar kæmi að leiknum gegn Dönum. Auk undanúrslitaleikjanna er spilað um fimmta sæti mótsins. Ísland á góðan möguleika á að komast í þann leik en til þess þurfa strákarnir að ná þriðja sætinu í milliriðlinum. Ef svo fer að Ísland og Ungverjaland verði jöfn að stigum í 3.-4. sæti riðlakeppninnar mun markatala ráða því hvort liðið lendi ofar þar sem liðin skildu jöfn í viðureign sinni í Álaborg í síðustu viku. Sem stendur er Ísland með markatöluna 117-114 en Ungverjaland 85-86. Ungverjar spila gegn Dönum síðar í kvöld og svo gegn Austurríki á föstudag.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05 Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57 Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47 Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43
Ásgeir Örn: Gleymdi að setja hann í netið Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins eftir sigur Íslands á Makedóníu á EM í handbolta í dag. Hann skoraði sex mörk í tveggja marka sigri, 29-27. 20. janúar 2014 17:05
Guðjón Valur: Erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var ánægður með stigin tvö sem Ísland fékk í dag fyrir sigur á Makedóníu í milliriðlakeppni EM í handbolta. 20. janúar 2014 16:57
Aron: Þeir fengu blóð á tennurnar "Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir tveggja marka sigur Íslands á Makedóníu, 29-27, á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2014 16:47
Rúnar: Við vorum svalir "Þetta var nokkuð jafnt undir lokin en ég var aldrei neitt hræddur," sagði stórskyttan Rúnar Kárason eftir sigurinn á Makedóníu í dag. 20. janúar 2014 17:29