Danmörk í undanúrslit | Ísland þarf að stóla á Makedóníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2014 21:11 Anders Eggert í leiknum í kvöld. Vísir/AFP Danmörk tryggði sæti sitt í undanúrslitum EM í handbolta með sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld, 28-24. Danir eru enn fremur öruggir með efsta sæti milliriðils 1. Danir eru með átta stig í efsta sæti og með tveggja stiga forystu á Spán sem er með sex stig. Ísland kemur næst með fimm stig en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk eigast við í lokaumferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Fyrr um daginn eigast við Makedónía og Spánn en strákarnir okkar þurfa að treysta á sigur Makedóníu í leiknum til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Ef Spánverjar vinna hins vegar leikinn er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt. Ísland þyrfti þá að ná minnst jafntefli gegn Dönum til að tryggja þriðja sæti milliriðilsins eða þá að treysta á að Ungverjar vinni Austurríki ekki of stórt fyrr um daginn. Það var jafnræði með liðum Danmerkur og Ungverjalands í kvöld fyrstu 20 mínútur leiksins. Danir skoruðu þá fjögur mörk í röð og gengu inn til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu, 14-11. Danir létu svo forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk en það var á lokamínútu leiksins og sigur Dana þá svo gott sem tryggður. Mikkel Hansen og Thomas Mogensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og Niklas Landin varði tíu skot í markinu. Hjá Ungverjalandi var Gergö Ivancsik markahæstur með átta mörk. Spánn er nú eina liðið sem getur náð Dönum að stigum í milliriðli 1 en þar sem að Danir hafa betur í innbyrðisviðureign sinni gegn Spáni geta Danir ekki endað neðar en í efsta sæti. Það þýðir enn fremur að Danir hafa að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudag og getur því Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, valið að hvíla alla sína bestu menn í leiknum. EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06 Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Danmörk tryggði sæti sitt í undanúrslitum EM í handbolta með sigri á Ungverjalandi í Herning í kvöld, 28-24. Danir eru enn fremur öruggir með efsta sæti milliriðils 1. Danir eru með átta stig í efsta sæti og með tveggja stiga forystu á Spán sem er með sex stig. Ísland kemur næst með fimm stig en tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk eigast við í lokaumferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöldið. Fyrr um daginn eigast við Makedónía og Spánn en strákarnir okkar þurfa að treysta á sigur Makedóníu í leiknum til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Ef Spánverjar vinna hins vegar leikinn er sæti þeirra í undanúrslitunum tryggt. Ísland þyrfti þá að ná minnst jafntefli gegn Dönum til að tryggja þriðja sæti milliriðilsins eða þá að treysta á að Ungverjar vinni Austurríki ekki of stórt fyrr um daginn. Það var jafnræði með liðum Danmerkur og Ungverjalands í kvöld fyrstu 20 mínútur leiksins. Danir skoruðu þá fjögur mörk í röð og gengu inn til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu, 14-11. Danir létu svo forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk en það var á lokamínútu leiksins og sigur Dana þá svo gott sem tryggður. Mikkel Hansen og Thomas Mogensen skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dani og Niklas Landin varði tíu skot í markinu. Hjá Ungverjalandi var Gergö Ivancsik markahæstur með átta mörk. Spánn er nú eina liðið sem getur náð Dönum að stigum í milliriðli 1 en þar sem að Danir hafa betur í innbyrðisviðureign sinni gegn Spáni geta Danir ekki endað neðar en í efsta sæti. Það þýðir enn fremur að Danir hafa að engu að keppa gegn Íslandi á miðvikudag og getur því Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, valið að hvíla alla sína bestu menn í leiknum.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06 Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Frábær frammistaða lærisveina Patreks en naumt tap Heimsmeistarar Spánverja unnu nauman eins marks sigur á Austurríki, 28-27, í öðrum leik dagsins á EM í handbolta. 20. janúar 2014 19:06
Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. 20. janúar 2014 13:43