Körfubolti

Flautukarfa Gibson tryggði sigur á Lakers

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
T.J. Gibson í baráttunni í nótt.
T.J. Gibson í baráttunni í nótt. Vísir/AFP
Þótt innan við sekúnda væri eftir á klukkunni tókst Chicaco Bulls að taka innkast og skora sigurkörfuna gegn Los Langeles Lakers í NBA-deildinni í nótt.

Framlengja þurfti viðureign stórveldanna í Chicaco þar sem D.J. Augustin fór á kostum og lagði 27 stig í púkkið. Taj Gibson er þó í fyrirsögnum erlendra fjölmiðla enda átti hann skotið sem tryggði sigurinn í þann mund sem flautan gall, 102-100.

Miami Heat tapaði nokkuð óvænt á útivelli gegn fjenda sínum úr austri, Atlanta Hawks, 121-114. 30 stig LeBron James dugðu skammt fyrir meistarana.

Tíu flottustu tilþrifin í leikjunum í nótt, sem fram fóru á degi Martin Luther King vestanhafs, má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Úrslit næturinnar

Atlanta Hawks 121-114 Miami Heat

Charlotte Bobcats 100-95 Toronto Raptors

Cleveland Cavaliers 97-102 Dallas Mavericks

Detroit Pistons 103-112 Los Angeles Clippers

Memphis Grizzlies 92-95 New Orleans Hornets

New York Knicks 80-103 New Jersey Nets

Washington Wizards 107-99 Philadelphia 76ers

Chicago Bulls 102-100 L.A. Lakers 100

Golden State Warriors 94-102 Indiana Pacers

Houston Rockets 126-113 Portland Trail Blazers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×