Frakkland í úrslitaleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2014 19:06 Viran Morros tekur hér Nikola Karabatic föstum tökum. Vísir/AFP Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM í Danmörku með sigri á Spánverjum í fyrri undanúrslitaviðureign kvöldsins, 30-27. Frakkar voru með yfirhöndina lengst af en Spánverjar héldu sér inni í leiknum og náðu að jafna metin, 25-25, þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. En Frakkar náðu yfirhöndinni á nýjan leik, ekki síst vegna frammistöðu Cyril Dumoulin í markinu. Þeir frönsku gengu á lagið og kláruðu leikinn með frábærum lokakafla. Dumolin varði níu skot eftir að hann kom inn á - alls 47 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig.Valentin Porte átti stórleik í síðari hálfleik fyrir Frakka en þessi 23 ára skytta skoraði sjö mörk, þar af sex í síðari hálfleiknum. Luc Abalo var þó markahæstur Frakka með átta mörk.Joan Canelas skoraði tíu mörk fyrir Spánverja og vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna Guðjón Val Sigurðsson sem er markahæsti leikmaður á EM í Danmörku. Guðjón Valur hefur lokið leik en Canelas leikur um bronsið á sunnudag. Staðan í hálfleik var 14-12, Spánverjum í vil en þeir skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins. Frakkar náðu undirtökunum á ný snemma í síðari hálfleik og héldu þeim allt til loka, þó svo að Spánverjar hafi aldrei gefist upp. Danmörk og Króatía eigast við í síðari undanúrslitaviðureigninni klukkan 20.00. EM 2014 karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM í Danmörku með sigri á Spánverjum í fyrri undanúrslitaviðureign kvöldsins, 30-27. Frakkar voru með yfirhöndina lengst af en Spánverjar héldu sér inni í leiknum og náðu að jafna metin, 25-25, þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. En Frakkar náðu yfirhöndinni á nýjan leik, ekki síst vegna frammistöðu Cyril Dumoulin í markinu. Þeir frönsku gengu á lagið og kláruðu leikinn með frábærum lokakafla. Dumolin varði níu skot eftir að hann kom inn á - alls 47 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig.Valentin Porte átti stórleik í síðari hálfleik fyrir Frakka en þessi 23 ára skytta skoraði sjö mörk, þar af sex í síðari hálfleiknum. Luc Abalo var þó markahæstur Frakka með átta mörk.Joan Canelas skoraði tíu mörk fyrir Spánverja og vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna Guðjón Val Sigurðsson sem er markahæsti leikmaður á EM í Danmörku. Guðjón Valur hefur lokið leik en Canelas leikur um bronsið á sunnudag. Staðan í hálfleik var 14-12, Spánverjum í vil en þeir skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins. Frakkar náðu undirtökunum á ný snemma í síðari hálfleik og héldu þeim allt til loka, þó svo að Spánverjar hafi aldrei gefist upp. Danmörk og Króatía eigast við í síðari undanúrslitaviðureigninni klukkan 20.00.
EM 2014 karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira