How I Met Your Mother-stjarnan Neil Patrick Harris fer ekki varhluta af fótóbombbylgjunni sem tröllríður nú fræga fólkinu.
Hann ákvað að fótóbomba stjörnuparið John Legend og Chrissy Teigen á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt er þau tóku af sér sjálfsmynd.
Stjörnurnar hafa verið duglegar að fótóbomba á verðlaunahátíðum uppá síðkastið. Zooey Deschanel fótóbombaði Jesse Tyler Ferguson á Golden Globe-verðlaunahátíðinni og Jennifer Lawrence lék sama leik við Taylor Swift á sömu hátíð. Þá fótóbombaði Emma Thompson leikkonuna Lupitu Nyong'o á Screen Actors' Guild-hátíðinni.
Fótóbombaður á Grammy-hátíðinni
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið




Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp


Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf



