Wawrinka rauk upp styrkleikalistann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2014 19:30 Stanislas Wawrinka með bikarinn sem hann fékk fyrir sigurinn í Melbourne um helgina. Vísir/Getty Roger Federer er ekki lengur besti tenniskappi Sviss samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins.Stanislas Wawrinka vann um helgina óvæntan sigur á Opna ástralska meistaramótinu með því að leggja Rafael Nadal að velli í úrslitaviðureigninni. Wawrinka, sem er 28 ára gamall, varð fyrsti maðurinn síðan 2009 utan „hinna fjögurra stóru“ sem vinnur stórmót í tennis. Þeir Federer, Nadal, Novak Djokovic og Andy Murray höfðu einokað alla stóru titlana í íþróttinni í tæp fjögur ár. Nadal er reyndar enn langefstur á styrkleikalistanum með 14.330 stig en næstur kemur Djokovic með 10.620 stig. Wawrinka er svo í þriðja sæti mmeð 5.710 stig en næstu menn á eftir eru á svipuðum slóðum. Federer hefur ekki verið neðar á listanum í tólf ár en hann situr nú í áttunda sæti. Hann tapaði fyrir Nadal í undanúrslitunum í Melbourne. Murray, sem situr í sjötta sætinu, var í öðru sæti listans síðasta sumar en missti af síðustu þremur mánuðum síðasta tímabils vegna bakmeiðsla og ekki komist lengra en í fjórðungsúrslit á síðustu tveimur stórmótum. Þess má geta að Wawrinka er fyrsti maðurinn síðan 1993 sem vinnur slær út efstu tvo menn heimslistans á sama mótinu. Sergi Bruguera gerði það síðast á Roland Garros þegar hann vann bæði Pete Sampras og Jim Courier.Efstu tíu á heimslistanum: 1. Rafael Nadal, Spáni 14.330 stig 2. Novak Djokovic, Serbíu 10.620 3. Stanislas Wawrinka, Sviss 5.710 4. Juan Martin del Potro, Argentínu 5.370 5. David Ferrer, Spáni 5.280 6. Andy Murray, Bretlandi 4.720 7. Tomas Berdych, Tékklandi 4.540 8. Roger Federer, Sviss 4.355 9. Richard Gasquet, Frakklandi 3.050 10. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 2.885 Tennis Tengdar fréttir Wawrinka lagði Nadal | Fyrsti sigurinn á risamóti Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka vann sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis þegar hann lagði spánverjann Rafael Nadal 3-1 í úrslitum opna ástralska meistaramótsins nú í morgun. 26. janúar 2014 11:13 Nadal kláraði Federer í þremur settum Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis eftir sannfærandi 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í þremur settum í undanúrslitum mótsins í dag. 24. janúar 2014 11:30 Æsispenna þegar Wawrinka lagði Djokovic Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokovic. 21. janúar 2014 12:33 Federer mætir Nadal í undanúrslitum Svisslendingurinn Roger Federer sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Andy Murray í átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í tennis í dag. 22. janúar 2014 11:58 Svissneskur úrslitaleikur í Melbourne? Svo gæti farið að tveir svissneskir tenniskappar leiki til úrslita í einliðaleik karla á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 23. janúar 2014 22:55 Meistarinn úr leik á opna ástralska Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka. 22. janúar 2014 09:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Roger Federer er ekki lengur besti tenniskappi Sviss samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins.Stanislas Wawrinka vann um helgina óvæntan sigur á Opna ástralska meistaramótinu með því að leggja Rafael Nadal að velli í úrslitaviðureigninni. Wawrinka, sem er 28 ára gamall, varð fyrsti maðurinn síðan 2009 utan „hinna fjögurra stóru“ sem vinnur stórmót í tennis. Þeir Federer, Nadal, Novak Djokovic og Andy Murray höfðu einokað alla stóru titlana í íþróttinni í tæp fjögur ár. Nadal er reyndar enn langefstur á styrkleikalistanum með 14.330 stig en næstur kemur Djokovic með 10.620 stig. Wawrinka er svo í þriðja sæti mmeð 5.710 stig en næstu menn á eftir eru á svipuðum slóðum. Federer hefur ekki verið neðar á listanum í tólf ár en hann situr nú í áttunda sæti. Hann tapaði fyrir Nadal í undanúrslitunum í Melbourne. Murray, sem situr í sjötta sætinu, var í öðru sæti listans síðasta sumar en missti af síðustu þremur mánuðum síðasta tímabils vegna bakmeiðsla og ekki komist lengra en í fjórðungsúrslit á síðustu tveimur stórmótum. Þess má geta að Wawrinka er fyrsti maðurinn síðan 1993 sem vinnur slær út efstu tvo menn heimslistans á sama mótinu. Sergi Bruguera gerði það síðast á Roland Garros þegar hann vann bæði Pete Sampras og Jim Courier.Efstu tíu á heimslistanum: 1. Rafael Nadal, Spáni 14.330 stig 2. Novak Djokovic, Serbíu 10.620 3. Stanislas Wawrinka, Sviss 5.710 4. Juan Martin del Potro, Argentínu 5.370 5. David Ferrer, Spáni 5.280 6. Andy Murray, Bretlandi 4.720 7. Tomas Berdych, Tékklandi 4.540 8. Roger Federer, Sviss 4.355 9. Richard Gasquet, Frakklandi 3.050 10. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 2.885
Tennis Tengdar fréttir Wawrinka lagði Nadal | Fyrsti sigurinn á risamóti Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka vann sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis þegar hann lagði spánverjann Rafael Nadal 3-1 í úrslitum opna ástralska meistaramótsins nú í morgun. 26. janúar 2014 11:13 Nadal kláraði Federer í þremur settum Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis eftir sannfærandi 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í þremur settum í undanúrslitum mótsins í dag. 24. janúar 2014 11:30 Æsispenna þegar Wawrinka lagði Djokovic Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokovic. 21. janúar 2014 12:33 Federer mætir Nadal í undanúrslitum Svisslendingurinn Roger Federer sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Andy Murray í átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í tennis í dag. 22. janúar 2014 11:58 Svissneskur úrslitaleikur í Melbourne? Svo gæti farið að tveir svissneskir tenniskappar leiki til úrslita í einliðaleik karla á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 23. janúar 2014 22:55 Meistarinn úr leik á opna ástralska Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka. 22. janúar 2014 09:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Wawrinka lagði Nadal | Fyrsti sigurinn á risamóti Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka vann sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis þegar hann lagði spánverjann Rafael Nadal 3-1 í úrslitum opna ástralska meistaramótsins nú í morgun. 26. janúar 2014 11:13
Nadal kláraði Federer í þremur settum Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis eftir sannfærandi 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í þremur settum í undanúrslitum mótsins í dag. 24. janúar 2014 11:30
Æsispenna þegar Wawrinka lagði Djokovic Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokovic. 21. janúar 2014 12:33
Federer mætir Nadal í undanúrslitum Svisslendingurinn Roger Federer sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Andy Murray í átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í tennis í dag. 22. janúar 2014 11:58
Svissneskur úrslitaleikur í Melbourne? Svo gæti farið að tveir svissneskir tenniskappar leiki til úrslita í einliðaleik karla á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 23. janúar 2014 22:55
Meistarinn úr leik á opna ástralska Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka. 22. janúar 2014 09:30