Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu 28. janúar 2014 15:45 Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira