Handbolti

Yfirleitt sömu mennirnir sem eru að væla

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
"Það er mjög gott stand á mér. Ég er í góðu formi og leikæfingu. Það þarf að skila því í varða bolta og góðar mínútur með landsliðinu," segir markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson.

Hann hefur leikið vel fyrir lið sitt, Bergischer, í þýska boltanum í vetur og kemur því til leiks með sjálfstraustið í lagi.

"Sjálfstraustið er í lagi og ég verð að nýta mér það. Það er ekkert sjálfgefið að maður sé að verja endalaust af boltum þó svo leikformið sé gott. Þetta snýst um samspil milli varnar og markmanns og mér sýnist að sá pakki verði í lagi. Við verðum vonandi betri með hverjum leik."

Nokkrir handboltasérfræðingar lýstu því yfir eftir æfingamótið um síðustu helgi að þeir hefðu áhyggjur af markvörslunni á EM.

"Það eru alltaf þessar blessuðu raddir og yfirleitt sömu mennirnir sem eru að væla. Þeir mega bara halda því áfram. Við hlustum sem minnst á það. Við vitum hvað við getum og eigum að gera. Við reynum að skila því eins vel og við getum.

"Gagnrýni á rétt á sér að mörgu leyti en það er okkar að afsanna hana."

Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×