Handbolti

Strákarnir æfðu í míglekum íþróttasal

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Ásgeir Örn sýndi lipra takta í fótboltanum. Hann er hér nýbúinn að sveigja listavel fram hjá stólunum sem voru á miðju gólfinu út af lekanum.
Ásgeir Örn sýndi lipra takta í fótboltanum. Hann er hér nýbúinn að sveigja listavel fram hjá stólunum sem voru á miðju gólfinu út af lekanum. vísir/daníel
Strákarnir okkar tóku eina æfingu í dag til þess að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Ungverjum á morgun. Aðstæður til handboltaiðkunar í æfingasalnum voru ekki upp á marga fiska.

Íslenska liðið varð að gera sér að góðu að æfa í litla salnum í Gigantium-höllinni. Á sama tíma æfði ungverska liðið í aðalsalnum.

Litli salurinn míglak og varð að setja stóra tunnu út á mitt gólfið og síðan raða stólum í kring svo menn færu sér ekki að voða.

Þrátt fyrir takmarkaðar aðstæður spiluðu strákarnir fótbolta að venju til þess að hita upp. Unnu ungir þar sjáldgæfan sigur og fögnuðu honum vel.

Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í æfingunni en hann er í strangri meðferð hjá læknateyminu eftir að hafa tognað á ökkla í leiknum gegn Noregi í gær. Hann vonast eftir því að geta spilað engu að síður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×