Guðjón: Hárrétt ákvörðun hjá Ásgeiri

"Liðið lítur samt ágætlega út finnst mér. Það var erfitt að eiga við Ungverjana sem eru gríðarlega þungir og sterkir.
"Það er erfitt að taka út hvað gekk vel því það voru sveiflur í öllum hlutum leiksins hjá okkur."
Lokasókn íslenska liðsins gekk ekki sem skildi og endaði með skoti frá Ásgeiri Erni sem fór í vörnina og út af.
"Þetta var hárrétt ákvörðun hjá Ásgeiri að gera það sem hann gerði. Það gekk því miður bara ekki upp. Það er bara þannig," sagði Guðjón en íslenska liðið er komið áfram í milliriðil á mótinu. Það var eitt af markmiðum liðsins.
"Ef við vinnum Spánverjana þá verðum við í hrikalega góðum málum í milliriðlinum. Það er bara næsti úrslitaleikur hjá okkur. Svona mót eru bara stanslausir úrslitaleikir. Spánn er með frábært lið og breiðasta hópinn. Það verður skemmtileg áskorun að spila gegn þeim."
Tengdar fréttir

Aron: Svekktur að hafa ekki unnið leikinn
"Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við byrjuðum illa og vorum allt of passífir í vörninni," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir spennuleikinn mikla gegn Ungverjum.

Arnór: Eigum að vinna þetta lið
Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld.

Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið
"Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum.

Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina.

Aron: Var brjálaður í leikslok
Aron Pálmarsson fór strax í kælingu eftir leikinn í kvöld og var með kælingu á hné og niður er blaðamaður ræddi við hann. Hann sagðist vera í lagi þó svo hann finndi fyrir verkjum.

Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína.

Aron: Þetta stig gæti orðið mjög dýrmætt í framhaldinu
Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að vinna annan leik sinn í röð á EM í Danmörku þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverja í Álaborg í kvöld. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari sá þetta bæði sem unnið og tapað stig.