Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. janúar 2014 11:28 Myndirnar 12 Years a Slave, Gravity og American Hustle þykja svo gott sem öruggar með tilnefningu. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með. Golden Globes Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með.
Golden Globes Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira