Umfjöllun: Spánn - Ísland 33-28 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2014 13:57 visir/daníel Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks. EM 2014 karla Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks.
EM 2014 karla Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira