Markvörðurinn Thierry Omeyer er kominn í franska hópinn á Evrópumótinu í Danmörku en hann hefur ekki tekið þátt á mótinu hingað til.
Omeyer hefur verið að glíma við meiðsli á olnboga en er nú orðinn leikfær.
Frakkar mæta Serbum í lokaumferð riðlakeppninnar í Danmörku í kvöld en liðið hefur unnið fyrstu tvo leikina í sínum riðli.
Omeyer hefur lengi verið talinn besti markvörður heimsins og hefur unnið allt sem hægt er að vinna í handboltanum, bæði með franska landsliðinu og félagsliðum sínum.

