Kominn tími á DiCaprio? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2014 16:33 The Wolf of Wall Street skilaði DiCaprio sinni fjórðu Óskarstilnefningu. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar í gær en afhending verðlaunanna fer fram í Los Angeles þann 2. mars. Kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, er tilnefnd í fimm flokkum. Myndin byggir á samnefndri ævisögu gróðabrallarans Jordans Belford, fyrrverandi verðbréfamiðlara á Wall Street sem var dæmdur í fangelsi árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvott. Saga hans er ótrúleg og í meðförum Scorsese er hún jafnvel ótrúlegri.Scorsese þakkar fyrir sig á Óskarsverðlaunaafhendingunni 2007.vísir/gettyScorsese er tilnefndur í flokki bestu leikstjóra í áttunda sinn. Hann hefur hlotið verðlaunin einu sinni, fyrir kvikmyndina The Departed frá árinu 2006. Hann er talinn einn áhrifamesti bandaríski kvikmyndaleikstjóri allra tíma og eftir hann liggur ógrynni klassískra kvikmynda. Af þeim má nefna Taxi Driver, GoodFellas, Raging Bull og Gangs of New York. The Wolf of Wall Street er fimmta mynd leikstjórans með leikaranum Leonardo DiCaprio, en hann er einnig tilnefndur í flokki bestu leikara í aðalhlutverki. Er það í fjórða sinn sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna en hann hefur hins vegar aldrei unnið þau. Þá er Jonah Hill tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki en hann leikur hinn skrautlega Danny Porush, félaga og samstarfsmann Jordans Belfords. Þetta er önnur tilnefning Hills, en hann var tilnefndur í sama flokki fyrir myndina Moneyball sem kom út árið 2011.Jonah Hill sýnir mikil og góð tilþrif í hlutverki sínu. The Wolf of Wall Street hefur fengið prýðisgóðar viðtökur frá almenningi jafnt sem gagnrýnendum, þó sumir hafi bent á að þeim finnist myndin hreinlega upphefja þá glæpastarfsemi sem hún fjallar um. Þá hlýtur hún einnig þann vafasama heiður að vera nýr methafi í blótsyrðum í kvikmynd. Myndin hlaut tvenn verðlaun á nýafstaðinni Golden Globe-verðlaunahátíð. Hún sigraði í flokki bestu gamanmynda og söngleikja, og DiCaprio var valinn besti aðalleikari í sama flokki. Þá var myndin einnig tilnefnd til fjögurra BAFTA-verðlauna. Erfitt er að spá fyrir um gengi hennar á Óskarnum þó löngu sé kominn tími á DiCaprio að mati margra. Tilnefningar: Besta kvikmynd Besti leikstjóri - Martin Scorsese Besta handrit byggt á áður útgefnu efni - Terence Winter Besti leikari í aðalhlutverki - Leonardo DiCaprio Besti leikari í aukahlutverki - Jonah Hill Einkunn á IMDB: 8.7 Einkunn á Rotten Tomatoes: 75% Einkunn á Metacritic: 75 Golden Globes Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar í gær en afhending verðlaunanna fer fram í Los Angeles þann 2. mars. Kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, er tilnefnd í fimm flokkum. Myndin byggir á samnefndri ævisögu gróðabrallarans Jordans Belford, fyrrverandi verðbréfamiðlara á Wall Street sem var dæmdur í fangelsi árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvott. Saga hans er ótrúleg og í meðförum Scorsese er hún jafnvel ótrúlegri.Scorsese þakkar fyrir sig á Óskarsverðlaunaafhendingunni 2007.vísir/gettyScorsese er tilnefndur í flokki bestu leikstjóra í áttunda sinn. Hann hefur hlotið verðlaunin einu sinni, fyrir kvikmyndina The Departed frá árinu 2006. Hann er talinn einn áhrifamesti bandaríski kvikmyndaleikstjóri allra tíma og eftir hann liggur ógrynni klassískra kvikmynda. Af þeim má nefna Taxi Driver, GoodFellas, Raging Bull og Gangs of New York. The Wolf of Wall Street er fimmta mynd leikstjórans með leikaranum Leonardo DiCaprio, en hann er einnig tilnefndur í flokki bestu leikara í aðalhlutverki. Er það í fjórða sinn sem hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna en hann hefur hins vegar aldrei unnið þau. Þá er Jonah Hill tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki en hann leikur hinn skrautlega Danny Porush, félaga og samstarfsmann Jordans Belfords. Þetta er önnur tilnefning Hills, en hann var tilnefndur í sama flokki fyrir myndina Moneyball sem kom út árið 2011.Jonah Hill sýnir mikil og góð tilþrif í hlutverki sínu. The Wolf of Wall Street hefur fengið prýðisgóðar viðtökur frá almenningi jafnt sem gagnrýnendum, þó sumir hafi bent á að þeim finnist myndin hreinlega upphefja þá glæpastarfsemi sem hún fjallar um. Þá hlýtur hún einnig þann vafasama heiður að vera nýr methafi í blótsyrðum í kvikmynd. Myndin hlaut tvenn verðlaun á nýafstaðinni Golden Globe-verðlaunahátíð. Hún sigraði í flokki bestu gamanmynda og söngleikja, og DiCaprio var valinn besti aðalleikari í sama flokki. Þá var myndin einnig tilnefnd til fjögurra BAFTA-verðlauna. Erfitt er að spá fyrir um gengi hennar á Óskarnum þó löngu sé kominn tími á DiCaprio að mati margra. Tilnefningar: Besta kvikmynd Besti leikstjóri - Martin Scorsese Besta handrit byggt á áður útgefnu efni - Terence Winter Besti leikari í aðalhlutverki - Leonardo DiCaprio Besti leikari í aukahlutverki - Jonah Hill Einkunn á IMDB: 8.7 Einkunn á Rotten Tomatoes: 75% Einkunn á Metacritic: 75
Golden Globes Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira