

Króatar unnu eins marks sigur á Svíum, 25-24, í úrslitaleik D-riðils á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en þetta var í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli.
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð tvö, fékk menn til að fara yfir frammistöðuna í riðlakeppninni og meta möguleika íslenska handboltalandsliðsins í milliriðlinum á EM í Danmörku en fyrsti leikur Íslands er á móti Austurríki á morgun.
Strákarnir okkar hefja leik í milliriðli EM á morgun. Þeir fluttu sig frá Álaborg í dag yfir til smábæjarins Herning en þar er engu að síður flottasta handboltahöll Danmerkur, Jyske Bank Boxen eða bara Boxið.
Pólverjar unnu tveggja marka sigur á Rússum, 24-22, í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í Danmörku og tryggðu sér með því sæti í milliriðlinum.
Frakkland fer með fullt hús inn í milliriðil tvö eftir þriggja marka sigur á Serbum í kvöld, 31-28, í lokaleik C-riðils á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. Serbar eru aftur á móti á heimleið eftir riðlakeppnina aðeins tveimur árum eftir að þeir fóru alla leið í úrslitaleik EM.
Ísland átti tvo af fimm markahæstu leikmönnum riðlakeppninnar á EM í handbolta en henni lauk í kvöld með leikjum í C- og D-riðli. Milliriðill eitt fer síðan af stað á morgun og þá á Ísland leik á móti Austurríki.
Aron Rafn Eðvarðsson, annar tveggja markvarða íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku, varð meðal efstu manna á báðum tölfræðilistum markvarðaanna í riðlakeppni EM.
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, eru mættir með lið sín til Herning en Ísland og Austurríki mætast á morgun í fyrstu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku.