Það varð endanlega ljóst eftir keppni sem fór fram í Stoneham á fimmtudaginn að Halldór myndi ekki keppa á vetrarólympíuleikunum í Sochi í næsta mánuði.
„Ólympíudraumnum er lokið fyrir mig og Ethan Morgan en við vöknuðum loksins og gerðum þetta myndband fyrir ykkur. Njótið,“ skrifaði Halldór á síðu sína í gær og birti meðfylgjandi myndband.
Myndbandið heitir „Meatballs in Stoneham“ eða Kjötbollur í Stoneham.
Halldór keppir í tveimur greinum á X-Games í næstu viku en bróðir hans, Eiríkur, tekur þátt í myndbandakeppni X-Games.