

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld.
"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar.
Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, nýtti öll sjö skotin sín í sigrinum á Austurríki í kvöld en þetta var fyrsti leikur strákanna okkar í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku.