Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Þetta frábæra hlaup hjá henni var einnig Evrópumet unglinga og tryggði henni þáttökurétt á HM innanhúss. Þetta kom fram í útsendingu RÚV frá mótinu.
Aníta kom í mark á 2:01,82 mínútum og bætti ársgamalt Íslandsmet sitt um rúmlega eina sekúndu en gamla met Anítu var 2:03,27 mínútur.
HM innanhúss fer fram 7. til 9. mars í Sopot í Póllandi og taki Aníta þátt verður þetta fyrsta heimsmeistaramót hennar í fullorðinsflokki.
Aníta er nýorðin 18 ára en hún átti afmæli 13. janúar síðastliðinn. Það var ekki slæmt að halda upp á afmælið með því að setja Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í sama hlaupinu.
Aníta setti einnig Evrópumet unglinga
Tengdar fréttir

Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega
Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna.