Stórleikarinn Bradley Cooper, 38 ára, bauð kærustu sinni, Suki Waterhouse, 22ja ára, á SAG-verðlaunahátíðina sem haldin var í Los Angeles í gær.
Sjarmörinn og breska fyrirsætan hafa verið saman síðan síðasta vor en hafa ekki sést oft opinberlega saman. Bradley bauð henni á frumsýningu myndarinnar American Hustle í New York í desember en Suki var ekki með í för á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir viku. Þau hafa ekki tjáð sig um sambandið í fjölmiðlum.
„Ég tala ekki um kærasta minn því það er leiðinlegt,“ sagði Suki í samtali við Elle UK.
Bauð kærustunni á verðlaunahátíð
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið


Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp



Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal
Tíska og hönnun


Guðni Th. orðinn afi
Lífið


