Aníta: Passaði mig á því að byrja ekki of hratt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2014 15:38 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli „Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku. Aníta vann frábæran sigur í 800 metra hlaupi en hin írska og hin þýska áttu ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna sem setti bæði Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í hlaupinu. „Ég ætlaði fyrst og fremst að passa mig á því að byrja ekki of hratt eins og ég hef tilhneigingu til að gera. Það gekk allt eftir og þetta var rosalega jafnt hlaup sem þýddi að ég átti nóg eftir í endann," sagði Aníta um hlaupið í dag. „Það er erfitt að stilla sig af og þá sérstaklega þegar maður er svona stressaður. Ég reyndi bara að vera yfirveguð og spara kraftana þar til í endann," sagði Aníta. „Þetta er ákveðinn áfangi á leiðinni. Ég stefni mest á þessu innanhússtímabili núna á mót í New York í febrúar þar sem ég mæti mjög sterkum stelpum í sama aldursflokki og svo HM innanhúss sem verður í Póllandi," segir Aníta. Mótið í New York er auglýst sem einvígi þriggja af bestu ungu millivegahlaupakvenna heimsins. „Þær eru báðar mjög sterkar og eiga báðar betri tíma en ég. Ég hlakka til að mæta þeim. Ég held að ég eigi alveg erindi í þetta hlaup. Ég æfi mikið innanhúss á Íslandi útaf veðrinu og svona. Ég er því skóluð í þessu innanhússhlaupum," segir Aníta en nú þegar Evrópumetið er fallið er heimsmetið nokkuð í hættu? „Ég veit ekki með það en ég stefni á það að gera enn betur," sagði Aníta að lokum í þessu sjónvarpsviðtali við Hauk Harðarson.Vísir/Valli Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30 Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02 Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
„Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku. Aníta vann frábæran sigur í 800 metra hlaupi en hin írska og hin þýska áttu ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna sem setti bæði Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í hlaupinu. „Ég ætlaði fyrst og fremst að passa mig á því að byrja ekki of hratt eins og ég hef tilhneigingu til að gera. Það gekk allt eftir og þetta var rosalega jafnt hlaup sem þýddi að ég átti nóg eftir í endann," sagði Aníta um hlaupið í dag. „Það er erfitt að stilla sig af og þá sérstaklega þegar maður er svona stressaður. Ég reyndi bara að vera yfirveguð og spara kraftana þar til í endann," sagði Aníta. „Þetta er ákveðinn áfangi á leiðinni. Ég stefni mest á þessu innanhússtímabili núna á mót í New York í febrúar þar sem ég mæti mjög sterkum stelpum í sama aldursflokki og svo HM innanhúss sem verður í Póllandi," segir Aníta. Mótið í New York er auglýst sem einvígi þriggja af bestu ungu millivegahlaupakvenna heimsins. „Þær eru báðar mjög sterkar og eiga báðar betri tíma en ég. Ég hlakka til að mæta þeim. Ég held að ég eigi alveg erindi í þetta hlaup. Ég æfi mikið innanhúss á Íslandi útaf veðrinu og svona. Ég er því skóluð í þessu innanhússhlaupum," segir Aníta en nú þegar Evrópumetið er fallið er heimsmetið nokkuð í hættu? „Ég veit ekki með það en ég stefni á það að gera enn betur," sagði Aníta að lokum í þessu sjónvarpsviðtali við Hauk Harðarson.Vísir/Valli
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30 Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02 Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30
Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02
Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20